31 December 2012

gleðilegt nýtt ár!Enn einu viðburðaríka árinu er að ljúka. Það nýja verður áreiðanlega svipað og vonandi bara enn betra. Hjá okkur hafa verið gleði og miklar sorgir og ýmislegt sem við höfum tekið okkur fyrir hendur. Það stærsta er vafalaust að hafa farið út í það ævintýri að stofna Home and Delicious. Við hjónin settumst niður í apríl og settum saman þessa rómantísku hugmynd. Létum hana verða að veruleika í sumar og sjáum ekki eftir því. Við höfum fengið frábærar viðtökur við þessu barni okkar, bæði hér á landi sem og út um allan heim. En Home and Delicious er ekki nema nokkurra mánaða gömul hugmynd, hefur því tæpast slitið barnskónum og ýmislegt framundan á komandi ári.

Við erum óendanlega þakklát ykkur öllum, lesendum okkar og fylgismönnum, og óskum ykkur gleðilegs ár og vonum að það verði ykkur heillaríkt og gjöfult.

Með bestu áramótakveðjum, Halla Bára og Gunnar

1 comment:

  1. Gleðilegt ár til ykkar kæru Halla Bára og Gunni og takk fyrir samstarfið á árinu. Gangi ykkur allt í haginn með Home & Delicious á nýju ári.

    ReplyDelete

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...