06 November 2012

heimsókn dagsins – yfirhönnuður Vipp


Morten Bo Jensen er yfirhönnuður hjá danska fyrirtækinu Vipp. Þetta skemmtilega rými sem hann býr í er gömul verksmiðja þar sem Viking blýantar voru framleiddir á árum áður. Heimilið er nýmóðins skandinavískur stíll í svörtu og hvítu með náttúrulegum efnum og litum í bland. Ákveðinn einfaldleiki og skemmtilegar lausnir, sbr. blómakerið sem notað er til að skipta rýminu. Það er hvítt öðrum megin og svart hinum megin með litlum hillum. Takið eftir eldhús- og baðinnréttingunum, nýja línan frá Vipp sem hann er í forsvari fyrir. Koma fallega út.  Myndir: Bo Bedre

No comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...