30 October 2012

ein heimsókn í viðbót – hellerup danmörk


Þar sem ég hef það sem vana að hafa þriðjudaga sem heimsóknadaga hér á blogginu þá má ég til með að bæta við innliti sem gaman er að setja inn áður en það berst hratt um bloggheima. Þetta er innlit til Hanne Berzant sem er konan á bak við hið danska By Nord, sem er hönnunar- og húsbúnaðarmerki sem stendur fyrir hinn nýmóðins dansk-skandinavíska stíl, eins og ég kalla hann, sem er gríðarlega sterkur nú um stundir. Hvít umgjörð með svarti andstæðu, náttúruleg mótív, gömul hönnun í bland við nýtt og gamalt af flóamörkuðum. Gjarnan sjást sterk og enföld form og hvergi er of mikið dót. En virkilega fallegt heimili. 


Myndir: Femina

2 comments:

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...