10 October 2012

10 herbergi – með tjöldum!


10 herbergi þar sem tjöld eru notuð til að skipta rými. Ég fer seint ofan af þeirri skoðun minni að tjöld séu vannýtt fyrirbrigði hér á landi þegar kemur að skiptingu rýmis. Ekki einungis að þau hólfi niður stórt og opið rými, búi til minni einingar, heldur auka þau umgjörð textíls og bæta hljóðvist. Tjöld sem þessi er hægt að nota á mjög fjölbreyttan hátt eins og myndirnar sýna og í öll herbergi í húsinu:

– Þau eru flott fyrir hillur í staðinn fyrir skáphurðir og eins fyrir fataskápa. 
– Þá eru þau sniðug til að loka milli fataherbergis og svefnherbergis. 
– Þau geta búið til kósý og prívat rými sem annars væri ekki. 
– Lokað af opnar forstofur sem stundum er gaman að sjáist inn í. 
– Það sama má segja um eldhús. 

Myndirnar sýna svart á hvítu hvað má gera með tjöldum. Áhugaverðar lausnir sem skapa öðruvísi og áhugavert yfirbragð. Sjáið fleiri myndir með því að smella á hnappinn lesa nánar hér að neðan. 


Myndir: 
1 2 / 3 4, 7, 10 / 5 / 6 8 / 9 /
Myndir: 2, 3 / aðrar óþekktarNo comments:

Post a Comment

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...