05 September 2012

umhverfið endurspeglar ævintýraþrá


Förum hinum megin á hnöttinn og skoðum heimili Lucy Fenton í Ástralíu. Lucy rekur verslunina Fenton og Fenton og býr hún fyrir ofan hana. Heimilið ber keim af versluninni enda segist hún blanda vörum milli hæða og flæðið sé mikið á milli! Hugmyndin að versluninni kviknaði á ferðalögum hennar um Evrópu og Indland – að blanda saman á einn stað eins ólíkum hlutum og mögulegt er, hvaðan æva af úr heiminum, listaverkum jafnt sem hefðbundum hlutum til heimilisins. Þrá hennar í ævintýri og að fara óhefðbundnar leiðir endurspeglast í umhverfi hennar. 
Myndir: Felix Forest / Stílisti: Jason Grant / Inside Out
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...