11 September 2012

óvenjulegt skipulag – glæsilegt heimili


Það er töluvert síðan ég sá þessa mynd hér að ofan í fyrsta skipti. Ég hef geymt hana síðan. Fallegt umhverfi sem afmarkast mjög skýrt af áberandi mottunni. Húsgögnin eru sett upp á óhefðbundinn hátt í stóru rými. Þess vegna var ég mjög ánægð þegar ég fann heilt innlit á heimilið. Það er í eigu arkitektsins  Vincent Van Duysen og er í Antverpen í Belgíu. Minimalískt á ákveðinn hátt en klætt með textíl í húsgögnum, gardínum og mottum. Yfir því ákveðinn glæsileiki. Allir hlutir vandlega valdir inn og yfir því friður og ró í einfaldleikanum. Það ber sterk einkenni belgísks yfirbragðs í húsgagnavali, listmunum, textíl og öðrum aukahlutum. 

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...