21 September 2012

nútíma rómantík – föstudagsstemmning


Ef við höldum áfram að skoða þær leiðir sem eru tilteknar sem áberandi og áhugaverðar í haust og vetur fyrir heimilið þá er ein þeirra nútímaleg rómantík! Rómantískt yfirbragð er klassískt og frekar kvenlegt oft á tíðum – en nútímaleg rómantík hefur yfir sér dekkra yfirbragð, muskulegra, allt frá svörtu og dökku yfir í plómutóna og bláa liti. Blómamynstur, textíll og ljósir tónar með. Að neðan fylgja myndir sem sýna á nokkuð ólíkan hátt yfirbragð í þessum anda. 


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...