11 September 2012

mottur skipta upp og afmarka


Mottur eru til margra hluta nytsamlegar. Í framhaldi af póstinum hér á undan datt mér í hug að halda aðeins áfram og tala um stórar mottur og hversu mikilvægu hlutverki þær gegna. Nú er töluvert um það hér á landi að margir búi í stóru, opnu og hvítu rými og finnist jafnvel eitthvað vanta þar inn til að ramma inn umhverfið og slá endapunktinn. Stór motta gæti verið svarið. Eins og sést vel á myndinni hér að ofan þá skipta þær stóru rými niður, mynda eyjur og afmarka. Það er nausynlegt í slíkum húsum og þá sérstaklega þar sem ekki er t.d. mikið af húsgögnum. IKEA hefur verið aðgengilegasti staðurinn til að nálgast mjög stórar mottur þótt þær megi of sérpanta og láta sérsníða. Ef ekki eru til nógu stórar mottur er hugmynd að kaupa tvær og leggja þær saman. Húsgögnum er síðan raðað ofan á motturnar eða þétt í kringum þær. Mottur eru yfirleitt til prýði. 
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...