18 September 2012

innlit dagsins er...


...fallegt, einfalt og stílhreint. Með skandinavísum keim í bland við klassíska hönnun. Vandaður og sterkur arkitektúr í hvítu með náttúrulegu hráefni í bland. EN – svo ég segi ykkur sannleikann þá er þetta heimili ekki EKTA. Ekki nóg með að enginn búi þar, heldur er það hreinlega ekki til. Þá mætti búast við því að allir þessir fallegu hlutir sem þar eru inni, hafi verið fengnir að láni og stillt þar upp en svo er heldur ekki. Hvað þá? Einmitt; húsið sjálft er ekta, það er myndað skv. því sem sést á myndunum, en allt sem er á myndunum er sett þar inn með nýjustu og fullkomnustu tölvutækni. Ég veit að það er erfitt að trúa þessu þegar myndirnar eru skoðaðar en þetta er hægt að gera af færustu mönnum eins og Bertrand Benoit. Burt séð frá þessu þá er þetta einstaklega fallegt heimili sem gaman er að skoða og njóta. Frekari upplýsingar hér af síðunni hans. 

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...