13 September 2012

Friðsemd


Sumarið 2006 unnum við ásamt vinkonu okkar, Elsu Ævarsdóttur, að bók sem kom út síðar sama ár og heitir Bústaðir eða Icelandic Cottages. Mig (Gunnar) langar að deila þessum myndum vegna þess að ég mætti einstaklega jákvæðum og vinalegum viðbrögðum eigandans þegar ég hringdi í hann og óskaði eftir því að fá að taka myndir af húsinu hans sem stendur á einstökum stað við Eyjafjörð. Eigandinn hét Guðmundar Páll Ólafsson en hann lést 30. ágúst s.l. Guðmundur var brautryðjandi í íslenskri náttúruverndarbaráttu og vonandi munum við og komandi kynslóðir taka hann okkur til fyrirmyndar. Langar að vitna í orð Gunnars Herveins sem hann segir í minningarorðum um Guðmund... „Friðsemdin er engin lydda, hún er óstýrilát gagnvart kúgandi valdi. Hún er sjaldan í fréttum því aðferð hennar felur ekki í sér ógn eða sigur, ekki kænsku eða dauða. Samt er hún bylting! Friðsemdin bjó í Guðmundi Páli Ólafssyni einum öflugasta liðsmanni hálendisins, hann var perla í náttúru Íslands. Tökum hann okkur til fyrirmyndar!"
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...