19 September 2012

10 baðherbergi – dökk umgjörð


10 baðherbergi sem öll eru máluð í mjög dökku, frá gráu og yfir í svart. Flestir sjá baðherbergi fyrir sér í hvítu og ljósu, eru með ljósar flísar. Nokkuð hefur verið um dökkar og stórar flísar á gólfi en þá eru veggir yfirleitt hvítir við. Á myndunum má sjá að það er óþarfi að óttast dökka liti inni á baðherbergjum, jafnvel þótt þau séu lítil. Það gerir þau einmitt miklu frekar dramatísk, áhrifarík og áhugaverð. Líka kósý og þau kalla fram afslappandi tilfinningu. Þau hvítu eru fersk og hressandi í morgunsárið – þau dökku á hinum kantinum. Þessi dökku baðherbergi hafa það líka til að bera að vera skreytt fallega og nokkuð öðruvísi. Það má sannarlega fá hugmyndir af þessum myndum:

– veggirnir nýtast sem myndaveggir undir allt mögulegt
– loftið málað grátt, enn sterkara yfirbragð, óvenjulegir skrautmunir á bað
– luktir og áberandi ljós skreyta og gefa skemmtilega lýsingu
– trjádrumbar og flottir snagar í sturtuna
– mynd eða spegill í gylltum ramma á dökkgráan vegg er góð samsetning
– flísar notaðar í hófi móti dökkum vegg, sem er án flísaPin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...