27 August 2012

svo innilega skandinavískt


Nanna Lagerman er stílisti hjá IKEA til margra ára og á þessa fallegu íbúð í Stokkhólmi. Myndir af heimilinu hennar eru í nýjasta Elle Decoration, og skemmtilegt viðtal. Mér datt í hug að sýna ykkur þessar myndir því þær sýna svo sterkt þennan hvíta og einfalda skandinavíska stíl sem er þó alls ekki minimalískur og margir samsama sig við. Heimilið ber óneitanlega keim af þeim stíl sem Nanna skapar fyrir IKEA og hún nefnir í viðtalinu að hún vilji að fólk noti IKEA vörur í bland við allt annað sem það á, gamalt og nýtt, samtímahönnun og antík og fari ódýrar en áhrifaríkar leiðir við að gera heimilið persónulegt og einstakt. Virkilega heimilislegt og myndrænt. 
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...