19 August 2012

ítölsk brauðterta – afmæli


Datt í hug að birta þessa brauðtertu úr afmælisveislunni og leyfa uppskriftinni að fylgja með. Málið er að Gunnar er ansi hreint góður í að gera brauðtertur og þessi hér slær alltaf í gegn:

Ítölsk brauðterta

Brauðterta í þessum anda finnst víða á Ítalíu þegar kemur að s.k. „apertivo”, smáréttum sem Ítalir sækja í á börum og veitingahúsum og fá sér drykk með fyrir mat. Hægt er að bera tertuna heila fram eða skera hana í teninga, stinga tannstöngli í gegn og hafa sem snittur.

Brauðtertubrauð, 4 sneiðar
Létt majónes, sýrður rjómi eða rjómaostur
Túnfiskur
Salat, klettasalat
Hráskinka
Tómatar
Mosarellaostur
Basilíka

Smyrjið brauðið með létt majónesi, sýrðum rjóma eða rjómaosti. Ekki spara smurninguna.
Setjið túnfisk á fyrstu hæðina. Leggið aðra hæðina yfir. Leggið hráskinku á hana og klettasalat. Þriðju hæðina yfir. Tómata, mosarella og basilíku á hana og fjórðu hæðina yfir. Smyrjið tertuna að utan og skreytið fallega. 


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...