23 August 2012

hugmynd í matinn – litríkt salatFerskt salat með hunangssósu

Léttur matur í hádeginu eða gott salat með mat. Súpa og brauð passar vel við fyrir þá sem vilja meira. Fallegt á diski og gaman að bera fram.

Salat:
Salat að eigin vali, spínat eða klettasalat
Grape eða appelsína, hreinsað vel og skorið í báta
Mandarínur
Avókadó, skorið í sneiðar
Vorlaukur eða rauðlaukur, þunnt sneiddur
Gul paprika, skorin í þunnar sneiðar
Baunaspírur
Bláber, hindber eða jarðarber
Rúsínur
Rifinn mosarellaostur

Hnetumauk:
Pekan- eða cashewhnetur eða möndlur
Soja- eða Tamarisósa

Setjið hnetur eða möndlur í matvinnsluvél og maukið. Skvettið soja- eða tamarisósu yfir og maukið aðeins meira. Sáldrið yfir salatið.

Hunagnssósa með birkifræum:
2 msk lime- eða sítrónusafi
2 msk hunang
2 tsk birkifræ
1 tsk hunangs- eða dijonsinnep
salt og svartur pipar
2 dl ólífuolía

Setjið allt hráefnið í matvinnsluvél og hrærið vel, eða þar til sósan skilur sig ekki og er létt og ljós. Dreypið yfir salatið.


* Í þessari uppskrift eru ekki gefnar upp magntölur fyrir salatið heldur hugmyndir að hráefni. Að sjálfsögðu má ýmislegt annað fara þar með.
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...