02 August 2012

habitat 2007!


Ég setti inn póst í gær um vor- og sumarlínu Ralp Lauren árið 2007 sem ég held mikið upp á. Í framhaldinu fór ég að velta því aðeins fyrir mér hvað er gaman þegar vel tekst til með „línur" (collection) sem hafa þá eiginleika að lifa og vera alltaf jafn fallegar. Þá kom upp í hugann vor- og sumarlína Habitat þetta sama ár sem ég hef líka litið mikið til. Hún var kölluð „Midnight Ocean" og var innblásturinn kofi við hafið, gróf umgjörð og hlutirnir í algjörum forgrunn. Tókst frábærlega og sennilega einn af eftirminnilegri bæklingum sem hafa komið frá Habitat þótt margir hafi verið góðir hér á árum áður. Ég mátti því til með að finna þessar myndir og setja inn, fann samt ekki alveg allar sem mig langaði til að hafa. Það er gaman að skoða þær sem heild og mikil stemmning yfir þeim. Svo sannarlega eru þær þess eðlis að í þær má sækja innblástur fyrir heimilið sem og bústaðinn. 
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...