08 August 2012

grænt og vænt heima við


Jæja! Þá birtist hér grænn og nokkuð vænn póstur eftir örlítið hlé. Hann er um pottaplöntur og þá strauma sem stefna í þá átt að hvetja fólk til að íhuga það að bæta þeim inn á heimilið. Má ekki lengja líf sumarsins í sínu sinni með því að gera það aðeins grænna? Hér á árum áður voru plöntur á hverju heimili og nánast í hverjum glugga, það tók tíma að vökva öll herlegheitin. Með árunum fækkaði plöntunum og þær hurfu nánast algjörlega úr gluggum landsmanna. Þær áttu heldur ekki heima í þeim stílfærslum sem gengu yfir og margir vildu tileinka sér. En nú geta plönturnar heldur en ekki gert mikið fyrir þau heimili þar sem íbúum finnst kannski skorta einhverja næmni, tilfinningu og meiri hlýju í frekar tómu umhverfi. 


Í fallega útfærðu og jafnvel minimalísku rými getur verið ótrúlega flott að setja inn stórar plöntur. Þær njóta sín vel þar sem ekkert er að trufla þær og liturinn á þeim gerir mikið; við hvíta veggi og í látlausri litapalettu þá verða plöntur sem skúlptúr. 


Plöntur, stórar eða litlar, eru notaðar sem hluti af fallegum uppstillingum. Eins og hér að ofan – að setja eina litla í pott sem er í sama anda og dótið í skápnum. Sömuleiðis hér á kommóðunni að neðan. Plöntur fylla skemmtilega upp í og þær er líka flott að nota á móti dökkum veggjum eins og þessum svarta hér að neðan. 

Það má ekki gleyma því að stórar plöntur í stór og stílhrein eldhús eru eitthvað sem vert er að íhuga. Kemur verulega fallega út og er í mörgum tilfellum það sem gæti hjálpað hvað mest í rými sem vantar einhverja fyllingu.
Svo er alltaf eitthvað heillandi við eldhúsglugga sem eru fullir af áhugaverðu dóti og litlum plöntum. 


Svo eiga litlir þykkblöðungar alltaf rétt á sér. Nokkrir saman í glerkúlu og krukkum, mjög mikið skreytigildi.
myndir: 1 Hans Blomquist / 2, 13 New York Times / 3 Kamilla Krishnaswamy / 4 Stilinspiration / 5-9 Tina Hellberg / 10, 12 Petra Bindel / 11 Taverne Agency / 13 Living Etc / 15 A Well Traveled Woman / 16 Anthropologie / 17&18 A Cup of Jo
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...