12 August 2012

börnin mega ekki gleymast


Ég var að fara í gegnum myndasafnið mitt í dag sem geymir hugmyndir fyrir barnaherbergi. Þá áttaði ég mig á því að ég hef aldrei sett inn myndir af fallegum barnaherbergjum. Það er undarlegt því ég hef mikinn áhuga á rými fyrir börn, að skapa þeim umgjörð sem er falleg en hentar þeim fyrst og fremst, þeirra aldri og þroska en er jafnframt hluti af heildarmynd heimilisins. 
Ég var búin að velja þessar myndir úr möppunni til að horfa á og spá í fyrir sjálfan mig og datt í hug að setja þær inn á bloggið svona í gamni vegna þess að:

– mér finnst fallegt að hafa barnaherbergi grá; grátt gerir aðra liti ennþá fallegri og dýpri en dempar jafnframt ákveðið niður alla skæru litina sem eru í leikföngum.

–það er gaman að hafa tækifæri til þess að setja fallega klæddar dýnur á gólf með púðum til að hnoðast í. Nytsamlegt og skemmtilegt.

–í stórum barnaherbergjum er tækifæri til að raða húsgögnum upp á óhefðbundinn hátt, ekki láta þau öll upp með veggjum, heldur nýta gólfpláss og búa til litlar eyjur.

–snagabretti á veggi og þá fleiri en eitt eru sniðug lausn til að hengja upp vel valda hluti til skrauts.
mynd 1-hönnun Ilse Crawford / aðrar óþekktar
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...