19 August 2012

afmæli systra – hugmyndir í veisluna


Nú er afmælistímabilinu langa að ljúka hjá okkur! Systurnar okkar, 9 og 4 ára, hafa haldið sameiginlega upp á afmælið sitt. Veitingar voru hefðbundnar og fengu þær að ráða hvað var í boði fyrir börnin; pylsur, afmæliskaka, rískökur og ostahorn. Sannarlega ljúffeng klassík. Í fyrra voru veitingarnar í afmælisveislunni þeirra myndaðar. Þá voru veitingarnar svipaðar og nú. Örlitlir útúrdúrar og einfaldara yfirbragð að þessu sinni, meðvitað. Hér fylgja myndir af veitingunum þá og gefa kannski hugmyndir fyrir komandi afmæli hjá einhverjum:


Kit Kat afmæliskaka! Hugmynd frá Donnu Hay. Súkkulaðikaka með djöflatertukremi og Kit Kat raðað hringinn. Borði til að skreyta um hana miðja og nammi ofan á. Að þessu sinni skar ég Kit Kat í helming svo það stæði ekki mikið upp fyrir kökuna. Mjög flott kaka.


Eins og sjá má fengu þær að skreyta sjálfar þessar kökur og ekki að sökum að spyrja þær runnu út. Í stað þess að hafa þær annað hvort ljósar eða brúnar voru þær eins og marmarakaka. Skeið af ljósu deigi og skeið af súkkulaðideigi (ljósa deigið með kakói saman við), hrært örlítið saman með gaffli til að gera mynstur í kökurnar sem og til að gera gott bragð. 


Súkkulaðihjálmurinn er hugmynd frá Donnu Hay. Örlítið olíuborin skál, brætt, hvítt súkkulaði smurt innan í hana og stungið í frysti og snöggkælt. Brætt súkkulaði smurt á hvíta súkkulaðið og snöggkælt að nýju í um 30 mínútur. Tekið úr frystinum, skálinni stungið í 5 sekúndur í heitt vatn og hjálmurinn losaður úr skálinni. Hann er svo lagður á kökubotn og undir honum er eitthvað spennandi sem kemur í ljós þegar hann er brotinn!


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...