28 July 2012

norræn hönnun í kanada


Við erum óendanlega þakklát öllum þeim sem hafa dreift blaðinu okkar áfram og nú er svo komið að það hefur borist ansi víða. Það er ekki langt síðan ég fór að lesa bloggsíðu sem heitir Nordic Design og er staðsett í Kanada. Mjög vönduð, skemmtilegt að skoða, mikið í hana lagt og hefur hlotið verðlaun fyrir efnistök. Stuttu síðar rakst ég þar á grein um Home & Delicious! ...og fannst því um að gera að segja lesendum okkar hér frá síðunni frá henni til að fara inn á og skoða. Nordic Design er stofnuð af kanadískri konu sem var skiptinemi í Danmörku og við það kviknaði áhugi hennar á skandinavískri hönnun. Hún kynntist síðar norskum manni sínum á Lofoten og saman standa þau að þessu verkefni. Myndirnar sýna brot af því sem má finna á síðunni þeirra.


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...