18 July 2012

hvítt og blátt á Krít


Ég má til með að birta myndir af síðunni My Paradissi þar sem hún bloggar hún Eleni en hún birti myndir úr blaðinu okkar á síðunni sinni fyrr í vikunni. Við erum þakklát öllum sem það gera. Líka gaman að vita af útbreiðslunni. Eleni býr á Krít og hún sagði mér í pósti í gær að það væri alveg hrikalega heitt hjá þeim þessa dagana. Þess vegna datt mér í hug að taka saman nokkrar myndir af síðunni hennar sem sýna hvítt og blátt, þessa órjúfanlegu samsetningu sem við tengjum sterkt við löndin sunnar í Evrópu. Það er líka gaman að skoða síðuna hennar og velta fyrir sér hvernig áherslur eru ólíkar hjá bloggurnum þetta mikið sunnar en hjá okkur hérna í norðrinu. 

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...