14 June 2012

heimagerð útihúsgögn


Ég veit að það eru margir sem hafa gaman af því að smíða og eru handlagnir. Þá er fátt skemmtilegra en að smíða sitt eigið og búa til eitthvað til að hafa heima eða í bústaðnum. Hér eru myndir af útihúsgögnum sem svo auðveldlega má gera sjálfur. Ég hrífst af svona dóti og öllu því sem hreinlega má segja að séu BARA húsgögn, en engin úthugsuð hugmynd. Það er svo áhugavert í bland.

Borðið hér að ofan er t.d. sérstaklega einfalt, dregarabitar og ekkert meira. 


Vörubretti máluð í fallegum lit, dýna og púðar. Notast við vegg til skjóls og þetta er ofsalega rómantískt og flott. Takið eftir drumbunum fyrir framan bekkinn, hvað ætli séu margir sem hafa sagað niður aspir og gætu hafa gert ansi mikið úr þeim!


Aðeins meira moj! En flott er það. Fyrir þá sem treysta sér í stærra verk og hafa þá einhverja aðstöðu til smíða sem og pláss fyrir útisófasett.


Góð hugmynd og ætti ekki að þvælast fyrir mörgum. Aðalatriðið að ná að hafa kubbana jafnlanga svo bekkurinn vaggi ekki.


Og eins og ég nefndi með asparniðursögun hér að framan. Geyma drumbana og nota sem útiborð. 

myndir 1,3 / 2 / 4 / 5

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...