06 June 2012

fegurð frá anthropologie


Þeir eru jafn misjafnir og þeir eru margir bæklingarnir og kynningarefnið sem fyrirtæki senda frá sér. Ég skrifaði um Ikea fyrir nokkrum dögum en nú má ég til með að birta myndir frá ameríska fyrirtækinu Anthropologie. Bæklingurinn sem kemur frá þeim mánaðarlega er algjörlega einstakur. Fyrir fagurkera þá er unun að skoða hann. Myndirnar einstakar, uppstillingarnar, litasamsetningarnar og bara húsgögnin og allir aukahlutirnir. Ótrúlegt. Það er hægt að fletta þeim aftur og aftur eins og góðri bók. Ég hef safnað myndum frá þeim í gegnum árin og geymi í tölvunni hjá mér. Skoða þær reglulega. Hér eru myndir úr þremur nýjustu bæklingunum sem og myndir sem ég alveg frá því árið 2007. Endilega njótið. 
 


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...