18 June 2012

af þessu má læra...


Þessar myndir úr sumarhúsi við sjóinn eru smá kennslustund í notkun lita og því að vera óhræddur við þá. Hér er sett saman ljós litapaletta, pastelkennd, en litunum gert hátt undir höfði á einum ákveðnum stað í hverju herbergi án þess að vera ríkjandi. 


Grunnurinn er ljós og hvítur, og litirnir notaðir á sófaborðið, eldhússtólana, náttborðið og garðstólana. Allt málað í litum palettunnar. 


Mér finnst þessar myndir sýna hve ótrúlega auðvelt er að breyta og bæta og skapa ákveðna og jafnframt sérstæða umgjörð án mikillar fyrirhafnar og kostnaðar.


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...