18 May 2012

þorskur


Þorskur er einn besti fiskur sem ég (Gunnar) fæ. Og ekki verra að það sé þorskhnakki. Steiktur og síðan ofnbakaður er algjört sælgæti. Það er svo auðvelt að nota flest allt grænmeti með honum. Í þetta sinn notaði ég gula papriku, kapers, strengjabaunir, sítrónu, skallot- og hvítlauk. Allt frekar gott. Verð að viðurkenna að ég laumaði með nokkrum sneiðum af parmaskinku.

Ég einfaldlega steikti fyrst fiskinn í góðri ólífuolíu, 1-2 mínútur á hvorri hlið á vel heitri pönnu. Setti hann síðan í eldfast mót. Mýkti aðeins grænmetið á sömu pönnu og lagði það síðan með fiskinum í eldfasta mótið. Kreisti hálfa sítrónu yfir fiskinn, kryddaði með salti og pipar (eftir smekk). Setti síðan vel af kapers yfir allt saman og laumaði síðan parmaskinkunni með. Var búinn að hita ofninn upp í  180°. Lét allt malla í um 25-30 mínútur í ofninum. Ekki verra að borða þetta með góðum kartöflum án hýðis. Gott að forsjóða þær og baka síðan á sama tíma í ofninum. Rétt til að fá þær stökkar. Verði ykkur að góðu.


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...