07 May 2012

nýtt er núna


Orð dagsins ... eru rituð á málverkið á veggnum hjá stúlkunni sem gengur þar framhjá: Það sem þú átt er afrakstur alls þess sem þú hefur verið á ólíkum tímaskeiðum í lífi þínu.

Það endurspeglar ... að nýjasta nýtt er gjarnan látið líta út sem það allra besta. Nýtt er notað yfir tískutengd fyrirbrigði sem samnefnari þess sem er í gangi yfir ákveðið tímabil. Nýjungar sem tískan færir okkur segja okkur hins vegar líka að það sem er eldra, telst jafnvel gamalt í þessu samhengi, fellur í þennan nýja flokk. Það gamla er nýtt því núna er öllu blandað saman. Nýtt ætti því miklu frekar að vera NÚNA.Úr skal verða persónulegur stíll sem er líklegast það þegar hjarta og sál skapa áhugavert heimili. Gamlir hlutir og nýir eru notaðir saman. Það er hægt að greina góðan anda þegar komið er inn á heimilið og skynja þá sem þar búa og hvað þeir hafa gert. Heimilið færir hlýju og öryggi, gerir okkur ánægð og afslöppuð. Það eru nútímaþægindi. Allt snýst þetta um að lifa fyrir það sem er, en ekki það sem var eða verður. 

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...