23 April 2012

svart hvítt
Mig langar að birta nokkrar nýjar myndir. Myndir sem ég tók norður í landi, á Eyjafjarðarsvæðinu, við Goðafoss og á Vatnsnesi í Vestur-Húnavatnssýslu. Allar þessar myndir eru teknar með gömlu tækninni. Á filmu og prentaðar á pappír í myrkrakompu. Einhverjum þykir þetta afar sérstakt og gamaldags. En ég verð bara að viðurkenna að ég er kominn á byrjunareit. Eins þægilegt og mikilvægt það er að nota digital-tæknina þá langaði mig að byrja að taka myndir á filmu aftur og því fylgdi að sjálfsögðu að koma upp myrkrakompu. Í mikilli einlægni get ég sagt, að hverfa aftur í tímann mun alltaf minna mig á af hverju ég vil vinna sem ljósmyndari. Það er spennandi að þurfa að bíða eftir því að sjá útkomuna, hvernig myndin mun líta út. Sjá alla tónana birtast frá hvítu, gráu og að svörtu. Ég var heppinn þegar þessar myndir voru teknar, birtan mitt uppáhald, þoka og vel skýjað.

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...