25 April 2012

litir

Blossoming Almond Tree er eitt af þekktari verkum listamannsins Vincent van Gogh og er það verk sem var í einna mestum metum hjá málaranum sjálfum og fjölskyldu hans. Verkið er málað undir sterkum japönskum áhrifum og form og litir eru einstakir. Samsetning þessa blá-sægræna tóns við ljós blómin og örlítið svarbrúnt og grænt í greinunum er litapaletta sem meira mætti vera notuð hér á landi, en alltaf má finna myndir af heimilum erlendis frá þar sem þessir litir eru notaðir með eða sem aðallitir.
Þetta eru vatnskenndir tónar, himinn og haf, mjög skyldir, renna saman og erfitt að skilgreina þá. Blár og grænn, blágrænn. Hvítt, grátt og svo brúnir tónar í viði eru góðir grunnlitir með en fyrir þá sem vilja nota litinn alla leið þá eru þessir sægrænu litir ofsalega fallegir með öðrum litum, sbr. bleikum, rauðum og fjólubláum.

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...