30 April 2012

hæð mynda á vegg


Staðsetning á hæð ljósmynda og málverka vefst fyrir mörgum og oftar en ekki er verið að hengja myndir of hátt upp á vegg.

– þumalputtaregla –

Miðja mynda ætti að vera í augnhæð meðalmanns, um 165 cm frá gólfi. Ef lágt er til lofts skal fara aðeins neðar en það. Myndir eru yfirleitt betur staðsettar neðarlega en ofar.Það sama á við um staðsetningu mynda þegar þær eru hengdar upp til dæmis fyrir ofan borð eða skenk; ekki hengja þær of hátt upp á vegginn.
 – þumalputtaregla –

Gott er  að miða við að hengja mynd upp 8-10 cm fyrir ofan borð, má fara upp um 2 til 3 cm ef þarf vegna skrautmuna eða slíks. Margar stærri myndir bera það mjög vel að sitja neðarlega eins og sést á þessari mynd. Hér er myndin fest upp og miðjan miðuð við að setið sé á rúminu, sem og er efri brún myndar í flútti við rúmgaflinn. Það má svo gjarnan leika sér með að hengja myndir upp á mun óhefðbundnari hátt er yfirleitt er gert.
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...