25 April 2012

26 ár


Þessi mynd, sú í rammanum, var tekin um páskana árið 1986 í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þá var ég 16 ára gamall og notaði myndavél sem foreldrar mínir gáfu mér. Það var fyrsta alvöru myndavélin, Pentax Program A. Sama vor færði myndin mér sigur í ljósmyndasamkeppni grunnskólanna í Reykjavík. Alltaf þótt smá vænt um þessa mynd, því síðar á ferlinum kom í ljós minn mikli áhugi að mynda arkitektúr.
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...