26 August 2015

SKÓLABYRJUN = AÐEINS FORMLEGRA LÍF

 HOME AND DELICIOUS

Fyrstu skóladagarnir eru samasem merki á milli þess að koma fjölskyldunni og hinu daglega lífi í aðeins fastara og skipulegra form (...og sömuleiðis Home and Delicious, loksins). Það tekur nú pínu á að detta í gírinn og ætla sér að vera mjög skipulagður; vakna fyrr, vera búinn að ákveða föt og nesti, leggja fyrr af stað í skólann. Sérstaklega þegar fjölskyldan er meira fyrir að hafa hlutina afslappaðri. En þetta er bara ágætt. Gott skipulag kemur sér vel til lengri tíma litið og þótt það sé smá vinna að ná þessari týpu af skipulagi góðu hér heima, þá er ég betri í að hafa skipulag á hlutunum í kringum mig. Væntanlega er slíkt skipulag þó partur af öllu hinu. Svo allt hangi saman. Er það ekki?
Ég vil að hver hlutur eigi sinn stað, er í gegnum tíðina orðin þokkalega góð í að koma hlutunum fyrir! Ég er heldur ekki mikið fyrir að hafa dót í kringum okkur sem er aldrei notað og hefur engan tilgang. Það er bara fyrir. Fyrir mér er skipulag sem þetta stór hluti af því að gera það auðveldara að halda heimilinu í horfinu, minnka þrif og spara tíma. Þessi tilfinning virðist skila sér til margra af þeim gestum sem hafa gist hjá okkur í Home and Delicious íbúðunum í sumar. Þeir nefna einmitt hvað sé yndælt að vera þar, líða eins og heima hjá sér en allt er vel skipulagt og laust við óþarfa dót. Þeir fara til baka með þann innblástur í farteskinu að ætla að taka aðeins í gegn heima hjá sér og létta á því sem hefur engan tilgang. 


Halla Bára / Home and Delicious


Það að vilja hafa hlutina á þennan hátt og ætla að gera eitthvað í því heima hjá sér, felur samt ekki í sér að þú opnir skápana og þeir líta út eins og í hryllingsmynd! Allt í beinni litaröð! Alls ekki. Og heldur ekki að það megi ekki nota heimilið því allt eigi að vera svo fínt og fágað. Þvert á móti. Miklu frekar snýst þetta um að ná fram þeirri tilfinningu að heimilið þitt virki vel fyrir fjölskylduna og hennar daglegu athafnir. 
Svo hvert er ráðið? Það þarf ekki að nefna einu sinni enn kassa og körfur sem eiga að koma til bjargar. Besta ráðið mitt er að auka á lokað geymslupláss. Geyma á lokuðum stað það sem þarf að eiga en er ekki skemmtilegt að hafa uppi. Taka fram það dót sem gleður augað og gerir heimilið persónulegt. Við höfum málað ódýra skápa og skúffur í sömu litatónum og veggirnir og það hentar okkur mjög vel. Það má nýta rými miklu betur en gert er undir skápa, sbr. uppi við loft. Myndirnar sem fylgja voru teknar í morgun og sýna hvað ég er að tala um.
05 August 2015

ÍTALÍA II

HOME AND DELICIOUSGunnar Sverrisson / Home and Delicious20 July 2015

NUTELLAPIZZA

 MATUR

Já, Nutellapizza. Það er rétt. Ítalir elska Nutella og það gerum við fjölskyldan líka. Nutella er staðalbúnaður í brauðskúffunni hjá okkur. Það má alltaf grípa til Nutella og skella á ristað brauð ef allt annað þrýtur og þetta týpíska ástand kemur upp að gjörsamlega ekkert er til. Ítalskur vinur okkar kemst ekki í gegnum daginn nema byrja hann á brauði með Nutella!
Nutella-pizza er sennilega það sem dætrum okkar þótti það eftirminnilegasta sem þær fengu að borða í Ítalíuferðinni okkar. Þær gjörsamlega féllu í stafi. Og einfaldara getur það heldur ekki verið. Hugmyndin var útfærð um leið og við komum heim og á eftir að vera á okkar borðum um aldur og ævi.

Hér þarf enga uppskrift. Málið er einfalt. Þú kaupir pizzudeig eða gerir þitt eigið. Fletur út botn og gætir að því að hafa hann um 1 cm að þykkt. Botninum skellir þú í ofninn og bakar hann þar til hann er mjúkur og fallegur. Ekki baka hann þannig að hann verði stökkur. Hér þarf botninn aðeins að kólna svo hægt sé að meðhöndla hann. Þá er hann skorinn þvert svo úr verði tveir botnar og Nutella smurt á báða hlutana, ekki spara, alls ekki! Svo leggur þú botnana saman og stráir smá flórsykri yfir og berð fram. Tilbúið.
Öllum þykir þetta gott og nú þegar afmælishátíðirnar nálgast hjá dömunum okkar, verður gripið í þessa hugmynd oftar en einu sinni. Við skorum á ykkur að prófa þetta með ís eða þeyttum rjóma. Verði ykkur að góðu!
 Gunnar Sverrisson / Home and Delicious / Gott í matinn
14 July 2015

HEIMA...HVAR SEM ÞÚ VILT VERA

HOME AND DELICIOUS
Heima er afstætt hugtak. Þér getur fundið þú vera „heima" á mörgum fleiri stöðum en akkúrat þeim sem þú virkilega kallar „heima". Heima er hér og þar. Á stöðum sem þú finnur þig á og tengir við á einstakan hátt. Og það geta verið gjörólíkir staðir. Sem þér þykir vænt um og skipta þig máli. 

Ítalía átti okkur í júní og við fjölskyldan þvældumst mikið um. Ísland á okkur núna. Myndirnar frá Ítalíu kalla á minningar eins og myndir eiga að gera. Hér eru nokkrar frá Gunnari og við eigum eftir að setja inn fleiri á Home and Delicious á næstunni. Myndin sem opnar þetta er sennilega uppáháldmynd okkar mæðgna úr allri ferðinni. Ítalía, Róm, fullorðin kona sem brosir og nýtur lífsins. Einstakt augnablik þar sem við stóðum öll í húsasundi og hún hjólaði framhjá og brosti til okkar. Gunnar náði að smella af og það er eins og tíminn á þessum stað og þessari stund hafi frosið með myndinni. Þannig eru ljósmyndir! Gunnar Sverrisson / Home and Delicious
11 June 2015

SAFNAÐ AF ÁFERGJU

BÚSTAÐIR
Þessi fallega heimsókn er tileinkuð söfnurum og þeim sem heillast af dótaríi. Ég hef geymt þessa heimsókn hjá mér í tölvunni í að verða ár og tími til kominn að setja hana inn. Hún er í gegnum síðuna Design Sponge þar sem má lesa greinina í heild sinni. Það sem ég heillast af er hvernig hlutunum er blandað saman en samt er mjög sterk heild í stílnum og yfirbragðinu. 

08 June 2015

HEIMILIÐ UTANDYRA

 FERÐALÖG
Það er erfitt að ímynda sér hvernig það er að hafa hluta af heimilinu sínu utandyra, hafa herbergi sem við erum vön inni algjörlega úti. Sérstaklega gengur þetta ekki upp í hugsun þegar veðrið er búið að vera eins og það er og sól og hiti ekki inni í myndinni. En þetta gengur algjörlega upp þegar þú býrð á stað eins og Goa á Indlandi. Ég hef á sumrin freistast til að birta heimili í Goa og hér er eitt til að bæta í safnið. Heimili tískuhönnuðarins Laurence Doligé, sem er hálf draumkennd vin í sandinum.05 June 2015

ALLT INNIFALIÐ

FERÐALÖG

Þar sem við erum á Ítalíu þessa stundina fannst mér viðeigandi að setja inn myndir af rosalega skemmtilegu B og B, bed and breakfast, sem er um 15 kílómetra frá Parma og heitir  Il Richiamo del Bosco. Staðurinn er hannaður með umhverfisvernd í huga og er í fullkomnu samræmi við hagi náttúrunnar og að fara vel með orkuna. Óhætt að segja að þarna sé allt innifalið; landið, náttúran, umhverfið, útlitið, maturinn… Til að lesa meira ýtið HÉR


29 May 2015

HÆGELDAÐ SVÍN Í SÆTRI KARTÖFLU MEÐ PIKKLUÐU GRÆNMETI

MATUR

Þetta er ansi góður réttur og skemmtilega öðruvísi. Við vorum að setja hann inn á bloggið okkar hjá MS, www.gottimatinn. Skorum á ykkur að kíkja þangað til að fá hugmyndir að góðum mat almennt. Þetta er hægeldað svínakjöt í bakaðri, sætri kartöflu með súrsuðu grænmeti og sýrðum rjóma! Hugmyndin að þessum rétti er komin af veitingastað í London sem við höfum gaman af að borða á og heitir Muriel’s kitchen. Að sjálfsögðu langaði okkur í þennan rétt hérna heima eftir að við borðuðum hann þar og leituðum vel og lengi að uppskriftum til að nota og setja saman. Hér eru þær. Marga óar við tímanum sem fer í eldamennskuna, en athugið að þótt kjötið sé lengi í ofninum og grænmetið þurfi að standa, þá er allur undirbúningur mjög einfaldur og fljótlegur. Þess vegna er þetta flottur og góður réttur í matarboð þar sem löngunin er að bjóða upp á eitthvað öðruvísi og spennandi. Við skorum á ykkur að prófa. Gangi ykkur vel!27 May 2015

FYRIR BÓKAUNNENDUR

HEIMSÓKN

Bækur eru nauðsynlegar á hverju heimili. Til yndislesturs, fróðleiks, skemmtunar og að lokum til skrauts. Þetta heimili í Kaliforníu á bókelskan eiganda sem virkilega nýtir bækurnar á annan hátt en að setja þær beint upp í hillu. Bækur eru bókstaflega um allt og tímarit fljóta með. Bækur eru notaðar til að stafla, búa til hæðir í uppstillingum, undir borð og í raun á frjálsan og skemmtilegan hátt. Langt frá stífum uppstillingum sem hreyfast lítið í tímans rás. Persónulegum hlutum er smeygt með og innan um allt og úr verður blanda sem gaman er að skoða. 


22 May 2015

BLÓMABÖRN

SKREYTINGAR
Afskorin blóm færa okkur litina sem hvert herbergi og heimili þarfnast. 
Góða og blómlega helgi! 

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...