24 November 2015

INNI – NÝ BÓK

INNI / HEIMILIÉg gæti ekki verið stoltari af manninum mínum og okkar kæru vinkonu þessa dagana. Gunnar og Rut Káradóttir innanhússarkitekt, hafa á síðustu árum unnið ákveðið þrekvirki hvað viðkemur því að safna heimildum um samtíma hönnunarsögu okkar hér á Íslandi. Fyrir nokkuð mörgum árum fékk Rut Gunnar til að byrja að mynda með sér verk hennar. Þetta byrjaði allt á þeim nótum að Rut langaði til að eiga myndir af verkum sínum. Með tímanum var orðið ljóst að verkin voru mörg og margar góðar myndir sem ekki var vitlaust að hugsa sem efni í bók. Núna er bókin komin út á vegum Crymogeu og er verkið glæsilegt í alla staði. Fyrir áhugasama má gleyma sér í að fletta og skoða og ég veit að margir hefðu gaman af því að eiga bókina. Myndirnar sem fylgja eru nokkrar af ansi mörgum fleiri sem þar má sjá. Lesa nánar.20 November 2015

NUTELLA-SUNNUDAGUR

MATUR

Eins og við höfum áður nefnt hér á blogginu þá á fjölskyldan það sameiginlegt að vera áhugasöm um Nutella. Kemur það til vegna áralangs áhuga á ítölskum mat og matargerð og Nutella má ekki gleymast þegar kemur að honum. Um síðustu helgi var Nutella-sunnudagur í bústaðnum en þá voru gerðar uppskriftir sem við deilum hér. Nutella-latte, Nutella-kakó og hnetusmjörs-Nutella-kökur. Þetta sló í gegn og því full ástæða til að deila gleðinni. Við fjölskyldan skorum á ykkur að prófa og eiga góðan Nutella-sunndag um helgina. Lesa nánar til að sjá uppskriftirnar. 19 November 2015

LJÓSIN Í MYRKRINU

HEIMILI

Það er kominn tími á að setja upp seríur og aukaljós þar sem myrkrið er orðið tilfinnanlegra. Við þurfum á því að halda að lýsa heimilið betur upp og þá á ég við í formi mildra ljósa sem skreyta en ekki bara með því að fíra upp kastarana. Ljósin skapa stemmningu og hlýju og með þeim fær heimilið á sig blæ sem tilheyrir þessum árstíma almennt. Vikurnar fram að jólum eru tími til að hafa það gaman og gera eitthvað skemmtilegt, sama hversu merkilegt og ómerkilegt það er. Jóladagarnir eru ekki tilgangurinn, heldur allir dagar fram að þeim, með þeim og eftir þá. Byrjum þennan fallega tíma á því að lýsa upp myrkrið og ná upp stemmningunni. Myndirnar sem fylgja greininni geta vonandi komið ykkur í gírinn og gefið aðeins öðruvísi hugmyndir á notkun ljósasería. Lesið nánar. 16 November 2015

VINNUFATNAÐUR?

TÍSKAVinnufatnaður vs. þægindafatnaður. Ég er fanatísk á að klæða mig í þægileg föt og líða vel. Get illa stífleika og eitthvað sem heftar. Þá er ég ekki að tala um að grípa í næsta jogging og gamlan bol, auðvitað gerist það og þá sérstaklega snemma á myrkum skammdegismorgnum. Og ég veit að þeir sem þurfa að klæðast sérstökum vinnufatnaði allan daginn hljóta að elska það að komast úr honum. En þar sem ég vinn heima og hef gert svakalega lengi, þá hefur það að sjálfsögðu mótað fataskápinn minn. Ég þarf ekki mikið að eiga af fínni fatnaði og því sem myndi kallast við hæfi á skrifstofunni. Minn vinnufatnaður er bara svona frekar huggulegur þæindafatnaður með áherslu á smáatriði og óvæntar samsetningar. Sennilega það sem margir myndu frekar klæðast um helgar þegar engin vinna er. Þess vegna er ég alltaf rosa ánægð þegar ég rekst á flottar samsetningar af þess háttar fötum og núna hef ég safnað þeim nokkrum sem ég sýni ykkur í þessari grein. Lesið nánar til að sjá allar myndirnar af þeim vinnufötum sem henta mér! 15 November 2015

PARÍS

HOME AND DELICIOUS
París. Friður. Fegurð. 
Ljósmynd Gunnar Sverrisson
12 November 2015

HREYFING OG FLÆÐI Í RÝMI

INNI

Skipulag og uppröðun í rými eins og stofu og fjölskyldurými er það sem ég hef talað um í síðustu póstum. Mikilvægi þess að koma hlutunum skemmtilega fyrir svo rýmið kalli á þig að það sé spennandi og áhugavert. Þetta er gert með því að hafa í huga stærð, áferð og hlutföll húsgagna sem skal nota og það sem má ekki gleymast; að setja ekki öll húsgögn upp við vegg. Það er mikilvægt atriði. Litir eru líka hlutur sem má ekki gleymast í mikilvægi og að velja þá er einmitt það sem haft er í huga sem allra fyrst þegar kemur að því að breyta, bæta, flytja og hvað það er sem fær fólk út í breytingar og að skipulegga og setja upp fallega stofu/rými. Myndirnar sem fylgja greininni sýna öll þessi atriði og hvernig þau vinna saman. Hugsið um þau þegar þið skoðið myndirnar og uppfærið yfir á ykkar eigin stofu/fjölskyldurými til að ná sem mestu út úr því. 11 November 2015

UPPRÖÐUN HÚSGAGNA Í SMÆRRI RÝMI

INNI

Myndirnar sem fylgdu síðasta pósti, þar sem ég talaði um uppröðun húsgagna, voru af frekar stórum og rúmgóðum rýmum. Nú skulum við hugsa aðeins um minni rými EN athugið samt að hugmyndirnar í stóru rýmunum nýtast allt eins í þeim minni. Það þarf bara að hafa þrengra á milli húsgagnanna og kannski sleppa einhverju smávægilegu. Myndirnar sem fylgja núna eru af aðeins minni stofum sem kannski er auðveldara að samsama sig við. En það sem stór og lítil rými eiga samt sameiginlegt er að það þarf alltaf hluti með x-þátt inn í rýmið til að gera það spennandi. Það þarf hliðarborð, pullur, kolla og fleira til að eiga möguleika á að raða öðruvísi upp og fá flæði sem grípur augað. Rýnið í myndirnar og reynið eitthvað nýtt! Lesa nánar fyrir fleiri myndir. 10 November 2015

STÓRU HLUTIRNIR – UPPRÖÐUN

INNI
Horfið vandlega á myndina hér að ofan og veltið því fyrir ykkur hvað gerir hana sérstaka. Takið eftir uppröðuninni á húsgögnunum. Hún er ekki mjög hefðbundin og lík því sem við erum vön. Þetta eru tvær eyjur á sama fletinum með gangi á milli. Tveir aðskildir hlutar. Lítil borð og bekkir inn á milli. Allt sett saman.
Við ræddum smáatriði í síðustu greinum en núna kemur að stóru hlutunum og því hvernig má raða þeim skemmtilega upp. Myndirnar sem fylgja eru af heimilum ítalska hönnuðarins Paolu Navone, sem er virkilega klár í því að raða hlutum upp á óhefðbuninn hátt...og meira til. Húsgögnin eru hlutir út af fyrir sig, einstök hönnun og ekkert passar sérstaklega saman eða er í setti. Kannski eitthvað tvennt. En í heildina passar samt allt saman og myndar persónulega umgjörð.
Það er ekkert víst að þið heillist af þessum stíl, en það er ekki aðalatriðið hér. Ég vil koma því til skila að þið getið raðað upp stofunni ykkar á svipaðan hátt og gert hana allt öðruvísi og spennandi. Það leynast áreiðanlega stólar hér og hliðarborð þar sem lengi hafa ekki fengið að standa í stofunni en eiga fullt erindi þangað. Blandið saman og raðið upp. Skapið ykkar eigin umgjörð með tilraunum og prófunum. Prófum eitthvað annað en þetta hefðbundna, það sem Gunna gerir eða Jóa í saumaklúbbnum. Ég skora svo virkilega á ykkur að prófa! Lesið nánar til að sjá fleiri myndir. 


07 November 2015

SUNNUDAGSLESNING – ÁHUGAVERÐ HEIMILI AÐ SKOÐA

INNIHugmynd að góðum sunnudegi er að slaka á og sökkva sér í lestur af ýmsu tagi, hvort sem það er í góðri bók eða í spjaldtölvunni. Fyrir þá sem hafa áhuga á fallegum heimilum þá mæli ég með því að skoða þessi átta heimili sem fylgja þessari grein. Þau eru af ólíku meiði, öll með sinn sjarma, hafa heillandi yfirbragð, uppfull af hugmyndum og eru í ýmsum löndum. Lesið nánar til að sjá heimilin. 05 November 2015

SMÁATRIÐIN Í TÍSKUNNI

TÍSKA

Smáatriðin í því hvernig við veljum að klæða okkur eru jafn mikilvæg og smáatriðin sem ég tala um í innanhússhönnuninni. Þau setja oft punktinn yfir i-ið. „Gera" dressið á þann hátt að það verður „þú", hvernig þú vilt koma fyrir og að aðrir sjái þig og þann stíl sem þér finnst henta þér. Smáatriðin eru ekki endilega aukahlutirnir þótt það sé augljósasta dæmið. Þau eru líka atriði í hönnun á flíkum sem virkilega gera flík áhugaverða. Oft varla sýnileg en líka mjög áberandi. Myndirnar sem fylgja gefa innsýn í smáatriðin, til að stúdera og stela fyrir þig. Lesa nánar til að sjá allar myndirnar. Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...