01 April 2015

28 March 2015

SKYRTAN AFSLÖPPUÐ

TÍSKA

–Lesa nánar fyrir miklu fleiri myndir–


26 March 2015

TBT – HORFT TIL BAKA

HOME AND DELICIOUS
Minningar frá því í júní 2006. Þá vorum við í sveitum Umbría á Ítalíu. Ég gleymi ekki tilfinningunni að stíga út á morgnana, hitinn passlegur og útsýnið stórkostlegt. Morgunverður úti við...og vakna svo við það núna að hitastigið/kuldastigið mun í páskafríiunu vera um mínus 12 gráður! 24 March 2015

ÞAÐ ERU PLÖNTUR Á SVÆÐINU

SMÁATRIÐI
–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–


20 March 2015

MÍNÍ-BORGARAR FYRIR HELGINA

MATURGunnar Sverrisson / Home and Delicious


Það er komin helgi og nú ætla ég að láta verða af því að setja loksins inn mat á Home and Delicious. Það er alltof langt síðan það gerðist síðast. Ástæðan fyrir því að ég ákvað loksins að henda þessu inn er að mig dreymir um þessa blessuðu borgara! Ég setti þá saman sem hugmynd að rétti í fermingarveisluna fyrir MS, sem er inni á Gott í matinn, og fjölskyldan fékk að njóta afrakstursins að myndatöku lokinni. Satt að segja slógu þeir í gegn og því ekki úr vegi að elda þá fljótlega aftur. Lokauppskriftin er sett saman úr ýmsum áttum en þeir eru undir áhrifum frá Jamie vini mínum Oliver. En hér er uppskriftin fyrir ykkur og ég skora á ykkur að prófa þessa mjög fljótlega. Þeir þurfa alls ekki að vera í míní-útgáfu ef þeir eru hugsaðir sem máltíð. Góðir með ofnbökuðum kartöflu/sætum kartöflum, flögum og ýmsu öðru. Verði ykkur að góðu!

19 March 2015

INNANHÚSS INNSPÝTING

SMÁATRIÐIÉg hef ekki haft tækifæri til þess undanfarna daga að setja inn efni eins og ég myndi óska mér. Þar fyrir utan er ég akkúrat núna örlítið þurrausin sköpunarlega og leita mér að innspýtingu! Þegar svo er, og ég sit við tölvuna að vinna og hugsa, þá finnst mér ótrúlega „nice" að kíkja inn á uppáhalds Tumblr síðuna mína, skoða og njóta. Þar eru svo fallegar myndir sem fljóta í samfellu þannig að maður bara horfir. Myndirnar sem fylgja eru allar þaðan. Þær sýna innileg og perónuleg rými og hafa allar til að bera einhvern x-þátt sem gerir þær áhugaverðar.–Lesa nánar fyrir miklu fleiri myndir–


16 March 2015

LONDON OG CONRAN ERU EITT

HOME AND DELICIOUS
Við vorum svo heppin að eyða nokkrum dögum í London um daginn. Veðrið var vorlegt og yndislegt og kærkomið að ganga um og ekki fjúka í burtu (...ekki alveg þannig þegar við komum heim og þurftum að sveima í tæpan klukkutíma yfir flugvellinum vegna hálku á brautinni!). Heimsókn til London þýðir að heimsækja nokkra staði sem ekki má sleppa og meðal annars er það Conran Shop. Svo ótrúlega falleg verslun sem byggð er á djúpri hugsun. Að fara þangað er ekkert annað en ávísun á innblástur. 
Gunnar Sverrisson / Home and Delicious
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...