22 January 2015

SÍÐAR PEYSUR MEÐ ÞÆGINDAFAKTOR

TÍSKA
Síðar og sérlega þægilegar peysur með helgarfaktorinn svífandi yfir sér. Segja að þetta sé ekki vitlaust heimadress í staðinn fyrir „joggingið". Heldur á manni góðum hita og liðunum mjúkum. Síðar og heilar peysur eru einhvers konar peysukjólar. Þær opnu eru peysujakkar. Á Íslandi eru svona peysur til að klæðast allt árið og því virkilega nytsamlegar. Flottar við lág stígvél, gúmmístígvél, strigaskó, ballerínuskó og mokkasíur (sumir segja mokkasínur), svona til að halda í þægindafaktorinn alla leið!–Lesa nánar til að sjá fleiri myndir–


21 January 2015

LJÓST, DRAMATÍSKT, ÁHRIFAMIKIÐ

INNANHÚSS
Nú er það ljóst, dramatískt og áhrifamikið á Home and Delicious en í gær var það dökkt, dramatískt og áhrifamikið! Mér fannst sanngjarnt eftir póstinn í gær að birta myndir af ljósum herbergjum sem eru dramatískt og áhrifamikil til að sýna að slíkt virkar líka í ljósu umhverfi, svo lengi sem herbergið er pakkað af sál, orku og persónuleika. Þá þarf alltaf „dash" af því sem er öðruvísi og pínu ýkt svo herbergið búi yfir þeim eiginleika að vera spennandi. Þetta á við sama hvaða liti við veljum á veggina hjá okkur. Myndirnar sem fylgja greininni hafa yfir einhverjum x-þætti að geyma sem fær mann til að langa að horfa á þær! –Read more to see all the photos–


20 January 2015

DÖKKT, DRAMATÍKST, ÁHRIFAMIKIÐ

INNANHÚSS
Ég á sífellt erfiðara með að „falla í stafi" yfir myndum af huggulegum húsum, íbúðum, herbergjum og hornum og líklega er það enn erfiðara vegna þeirra billjóna slíkra mynda sem flæða um netið. Silljónir eru mjög fallegar en alls ekki nógu margar af þeim hreyfa við mér eins og þær ættu að gera. Ég sé áhugaverða mynd sem gerir mig forvitna og oftar en ekki þegar ég sé húsið eða íbúðina í heild þá er eitthvað sem vantar fyrir mig. Allt lítur sennilega óaðfinnanlega út en sálin, orkan og persónuleikinn er fjarri. Þess vegna birti ég myndir við þessa grein sem koma úr ýmsum áttum en eiga það sameiginlegt að vera; dökkar og dramatískar, umhverfið „ýkt" á þann hátt að það grípur mann fyrir að vera öðruvísi og fangar augað, litirnir umvefjandi og hjálpa umhverfinu að framkalla sterk áhrif. Níu góðar myndir af óendanleikanum á internetinu.
–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–


19 January 2015

MINNINGAR UPPI VIÐ

MÁNUDAGSMIX Tveir vinir okkar misstu foreldri á laugardaginn, móður og föður. Við höfum verið að hugsa til þeirra. Að missa náinn ástvin kallar á endalausar minningar og margar þeirra tengjum við hlutum sem við eigum. Þeir minna okkur á það sem við áttum saman og gerðum. Það er gott að sjá þessa hluti og hafa þá uppi við. Ná í myndir og hafa þær með. Sjá, snerta, lykta, finna allar minningarnar. –Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–


18 January 2015

YFIR HELGINA

HOME AND DELICIOUS


Mynd Halla Bára


16 January 2015

VERTU FORVITINN

INNBLÁSTUR
Vertu forvitinn stendur á borðanum á myndinni. Forvitinn á jákvæðan og góðlátlegan hátt. Vertu forvitinn til að læra og lifa. Til að þykja vænt um aðra. Til að þekkja þínar þarfir og annarra. Á þann hátt kynnist þú hefðum og venjum fólks og sérð sannleikann. Hönnuðir sem vinna með þarfir fólks, hvort sem er inni á heimilum eða í opinberum byggingum, þurfa að virkja forvitnina til að hugsa á rökréttan hátt um það sem skiptir máli þegar kemur að innanhússhönnun og lifandi umhverfi. 

Rými sem þú lest; persónulegt umhverfi...er vinalegt umhverfi. Það segir sögur af fólkinu sem þar býr og starfar og þú vilt lesa sumar þeirra. Falleg sjónarhorn og uppstillingar eru stórir kaflar í sögunum og út frá þeim lestu í aðalpersónurnar. Myndirnar sem fylgja hérna með eru einmitt svona kaflar úr áhugaverðum sögum. Myndir, sem eins og oft áður, ég hef safnað á skjáborðið hjá mér því mér þykir gaman að horfa á. Þær sýna afslappað umhverfi sem þú dregst inní, vilt sjá meira af og vera hluti af líka. Virkilega fallegt svona fyrir helgina! 
–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–


15 January 2015

HEIMILIÐ SEM ÆVISAGA

HEIMSÓKN
Myndin hér að ofan þykir mér virkilega skemmtileg. Borðið, lampinn og allt dótið sem er komið fyrir á því. Persónulegt yfirbragð = elska það. Það er Monica Bhargava sem þarna býr, hún er varaforseti Pottery-Barn og Williams-Sonoma sem margir þekkja. Hjá henni er allt hvítt í grunninn, hefði verið gaman að sjá meira um liti á veggjum og hvernig það magnar upp allt þetta fallega dót, en þetta er í Kaliforníu svo það er allt gott og gilt með það. Monica segir að heimilið hennar sé eins og ævisagan, þar megi lesa líf hennar. Vel sagt. Fallegt heimili sem gaman er að skoða. 
–Read more for all the photos–Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...