23 August 2016

HEIMILI OG ÝMSAR HUGMYNDIR

INNI I HEIMSÓKN
Þessi grein er blanda af því að vera heimsókn í fullri lengd og sagan sögð. Myndin hér að ofan er eins af þeim myndum sem ég hef fallið fyrir. Hví? Jú, af því að ég elska að hafa þetta rúm, eða bekk, í borðstofunni. Hvað er meira kósý og kallar á mann? Þá er heillandi almenn umgjörð, bland á dóti og litir. ÝTIÐ HÉR til að sjá alla heimsóknina og fá frekari upplýsingar. 
18 August 2016

ÞETTA VIRKAR

INNI I HEIMSÓKN
Þar sem ég sýndi ykkur myndir úr pop-up íbúð sænsku verslunarinnar Artilleriet, er ekki úr vegi að sýna ykkur myndir af heimili stofnanda verslunarinnar. Búðin og stíllinn þar er bersýnilega sá sami og þið verðið ekki svikin af því að skoða heimilið í gegnum slóðina sem fylgir hér á eftir. Heimilið er sérlega fallegt og úthugsað í smáatriðum. Ótal margir fallegir hlutir og skemmtilega saman sett. Upprunalega greinin birtist í sænska tímaritinu Recidence og er stíliseruð af Lottu Agaton. ÝTIÐ HÉR til að lesa greinina og sjá myndirnar. 

15 August 2016

SAGA MYNDARINNAR

INNI I SMÁATRIÐI
Þvílíkt eldhús! Ég gat ekki hætt að horfa á það þegar ég sá það fyrst. Liturinn, skipulagið, húsgögnin, hlutirnir, uppsetningin. Allt atriði sem heilla mig í eldhúsi. Klassískt yfirbragð en án formfestu sem bindur allt niður. Svo komst ég að sögu myndarinnar! Um er að ræða pop-up verslun í íbúð á vegum sænska fyrirtækisins Artilleriet í Gautaborg. Sú verslun er þekkt fyrir einstakt yfirbragð sitt og íbúðin endurspeglar þeirra áherslur. Önnur herbergi í húsinu eru jafn spennandi og ég skora á ykkur að skoða þau með því að SMELLA Á SLÓÐINA og sjá myndir sem Johanna Bradford tók og eru á hennar heimasíðu. 12 August 2016

GUBI INNBLÁSTUR

INNI I HÖNNUN
Í júlí var ég í Kaupmannahöfn í nokkra daga með vinkonu þar sem við skoðuðum margt fallegt. Það fallegasta var án alls vafa Gubi sýningarsalurinn. Algjörlega það sem ég hrífst af fyrir það eitt að Gubi er með vörur sem fara svo vel með öðru og ólíkum stílbrigðum. Gubi er danskt merki en í heildina nokkuð ólíkt því sem flestir sá fyrir sér sem skandinavískt. Það er skemmtilega öðruvísi og kemur inn með miklu blandaðra yfirbragð en skandinavískt svart og hvítt. Litir og efnisval er nokkuð ólíkt og pínu meiri glamúr fær að fljóta með. Myndirnar sem fylgja er frá Gubi. Lesa nánar fyrir allar myndirnar. 


10 August 2016

ÞRJÚ ÍTÖLSK HEIMILI

INNI I HEIMSÓKN
Ítölsk heimili eru í forgrunni í þessum pósti. Við erum enn í sumargírnum og eigum alls ekki að líta svo á að sumarið sé búið. Þvílík vitleysa! Þess vegna skreppum við til Ítalíu og njótum veðursins og fegurðarinnar í myndum. Smellið til að sjá heimilin og lesið nánar til að sjá þau öll. 
08 August 2016

STEMMNING DAGSINS

INNI I STEMMNING

Skoðum eitthvað sérlega fallegt og einstakt í dag. Myndir sem ég hef tekið til hliðar fyrir fegurð, hvað þær eru öðruvísi, stemmningin ómótstæðileg. Eitthvað sem maður sér ekki oft. Alls ekki á Íslandi. Njótum þess að horfa. Lesa nánar fyrir allar myndirnar. 02 August 2016

HOUSE DOCTOR TIL BJARGAR!

INNI I HEIMILISVÖRUR
House Doctor stendur fyrir heimilislæknirinn í annarri merkingu en þeirri sem við erum vön. Þetta er „læknirinn" sem kemur til hjálpar þegar heimilið þarfnast aðhlynningar. House Doctor er danskt merki sem fæst í verslunum Fakó á Laugavegi og í Ármúla sem og í fleiri verslunum. Á hverju ári gefur fyrirtækið út tvo mjög veglega bæklinga með vörum sínum og uppstillingum sem sýna hvernig má nota þær. Nú var að koma út seinni bæklingur ársins, Moments, en hann er fyrir seinni hluta ársins og kemur m.a. inn á jólin. Ég tók saman myndir til að sýna ykkur og gefa ykkur vonandi smá innblástur. Lesa nánar til að sjá allar myndirnar. 


29 July 2016

ENDALAUSAR HUGMYNDIR

INNI I BÚSTAÐIR
Sveitaunnendur og bústaðaelskendur! Hér eru myndir fyrir ykkur. Þið þurfið ekki að eiga bústað til að njóta þess að skoða þessar myndir en mér þykir líklegt að ykkur langi í einhvern kofa og því um að gera að safna hugmyndum fyrir framtíðina. Fallegar myndir af bústöðum úti í sveit vekja hjá okkur góða tilfinningu og löngun til að hverfa þangað. Í sveitinni finnum við tilfinningu sem er frelsandi og þar er svo gaman að brasa og bauka eða bara gera alls ekkert sérstakt nema njóta. Á þessum myndum má finna endalaust skemmtilegar hugmyndir og þá ekki einungis fyrir bústaðinn heldur líka heimilið. Njótið þeirra sem og þessarar löngu helgar. Lesið nánar til að sjá allar myndirnar sem fylgja. 


26 May 2016

HÆGELDAÐ LAMB MEÐ PARMESANOSTI OG ÞISTILHJÖRTUM

MATUR I UPPSKRIFT

Það fer einstaklega vel með lambakjöt að hægelda það. Það fer einnig einstaklega vel að hafa með því þistilhjörtu og parmesanost. Samsetningin er frekar óvenjuleg þar sem hjörtun og osturinn er með í pottinum allan tímann. En trúið okkur – þetta er svo góð samsetning að þessi réttur hefur skorað hátt á „uppáhalds-listanum” okkar. Upphaflega hugmyndin er ættuð úr frábærri matreiðslubók sem við eigum og notum mikið.


23 May 2016

ÖÐRUVÍSI STOFA – SKEMMTILEGRA UMHVERFI

INNI I HÖNNUN
Skipulagið í stofunni þarf ekki að vera svona hefðbundið eins og margir sjá fyrir sér. Það má leika sér miklu meira með hlutina en gert er, prófa, breyta og bæta, færa til alveg endalaust til að ná þeirri tilfinningu að verða virkilega ánægður og finna fyrir jafnvægi og flæði í rýminu. Sófi upp við vegg ætti alltaf að vera sófi EKKI alveg upp við vegg. Ekki ýta sófanum alveg upp að veggnum. Um leið og hann er kominn aðeins frá honum og svæði myndast fyrir aftan hann léttist umhverfið. Leikið með ýmis húsgögn stór og smá, sækið eitthvað í stofuna sem var allt annars staðar áður, raðið upp og prófið ykkur áfram. Efri myndin hefur styrkleika í bekknum sem liggur eftir stofuveggnum og hvernig húsgögnin eru nánast eins og bara einhvers staðar. Það myndar afslappandi óformlegheit! Neðri myndin er aðeins pressaðri en samt óhefðbundin. Fyrir utan svarta veggina þá er það borðið staðsett fyrir framan veggborðið sem er mjög óvenjulegt, litli skápurinn undir borðinu og risastóra skálin. Líka mottan ofan á sisal-teppinu. Nýtið ykkur þessar hugmyndir til að skoða og reyna! 

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...