02 March 2015

MYND HELGARINNAR

INNANHÚSS


 


Myndin hér að ofan var klárlega mynd helgarinnar fyrir mig. Hnaut um hana á Pinterest eins og margar aðrar en hún virkilega náði mér; fyrir litina í henni, mottuna, hráleikann. Slóðin sem henni fylgdi leiddi mig inn á fleiri myndir af þessu sama rými og þar gat ég lesið á mína hollensku að þetta er loftíbúð í Hollandi og eigandinn er Miranda Straten. Hún er listamaður, stílisti og fleira, sem gerði upp gamalt verksmiðjuhúsnæði til að búa í og vinna í. 
–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–

27 February 2015

H&D OG BUBBLE LJÓSIN

HOME AND DELICIOUS
Ótrúlega flott mynd hér að ofan. Hvernig öllum Bubble ljósunum er att saman og þau koma flott út í grúppu. En talandi um Bubble ljósin þá var ég í gær að skoða þau á netinu og fór inn á heimasíðu Modernica sem er upprunalegi framleiðandi þeirra. Þegar maður skoðar hvert ljós fyrir sig þá koma inn myndir sem eiga að fylla fólk innblæstri og hvetja það til að kaupa Bubble ljós. Ég skrollaði aðeins niður í myndirnar og kannaðist við einar þrjár – þá eru þar inni myndir úr Home and Delicious íbúðunum! Við notum Bubble í öllum þremur íbúðunum, loftljós og lampa sem við keyptum í Lumex, og það kemur virkilega fallega út og setur mjög sterkan svip. Okkur finnst bara heiður að detta þarna inn á síðu framleiðandans og vera þeim innblástur með íbúðunum og því sem við erum að gera þar. Klikkið HÉR til að detta beint inn á innblásturinn hjá Modernica. 

Mynd 1 Poetry of material things / Home and Delicious myndir Gunnar Sverrisson

TBT – HORFT TIL BAKA

HOME AND DELICIOUS


Gunnar Sverrisson / Home and Delicious
26 February 2015

MATUR OG SKREYTINGAR FYRIR FERMINGARNAR

HOME AND DELICIOUS
Mig langar að segja ykkur frá því að ég sé um að setja inn girnilegar uppskriftir á Pinterest-síðu MS undir Gott í matinn. Þar eru margar möppur sem gaman er að fylgja. Þessa dagana er ég að setja inn í tvær möppur sem tengjast fermingum; fermingar og uppskriftir og svo fermingar og skreytingar. Þótt þær séu undir fermingarheitinu þá eru uppskriftirnar til þess fallnar að henta vel í veislur og boð sem og skreytingarnar og hugmyndirnar í þeirri möppu. Ég skora á ykkur að fylgja Gott í matinn á Pinterest og þið gerið það HÉR.25 February 2015

LOFTÍBÚÐ OG STÚDÍÓ Í MÍLANÓ

INNANHÚSS
Ég mátti til með að henda inn þessum myndum. Svo ótrúlegt þetta eldhús sem og myndin hér að neðan af bókunum. Þessir gluggar. Veggir. Hráleiki. Þetta er loftíbúð í Mílanó sem einnig er vinnustúdíó. Sérlega skemmtilegt! 
–Lesa nánar til að sjá fleiri myndir–


24 February 2015

HEIMILI TINE K!

HEIMSÓKN
Ég hef nokkrum sinnum áður sett inn myndir af heimili hinnar dönsku Tine K. Þessar eru nýjar og líklega þriðji eða fjórði umgangurinn sem ég veit af, af myndum af heimili hennar frá ólíkum tímabilum. Tine K á húsbúnaðarfyrirtæki og selur vörur sínar víða, m.a. má fá þær hér á landi í versluninni Magnolia á Laufásvegi. Tine K býr í klassískri villu frá því um 1870 sem er rétt við Óðinsvé. Hún er aðeins búin að breyta heimilinu sínu frá síðustu heimsókn, færa til dót og bæta við og sérstaklega áberandi er að hún er komin með nýjar mottur! Virkilega fallegar. Sömuleiðis sýnist mér að það sé nýtt núna að búið er að mála hjá henni svart upp á hálfa veggi á móti hvítu sem ég er hrifin af. Finnst að margir gætu nýtt sér þá hugmynd sem vilja mála í lit og kannski svolítið dökkt, en vilja ekki hafa allt málað. Kemur alltaf svo fallega út. 

–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–


23 February 2015

FYRIR FIMBULKULDA

TÍSKA
Þar sem tími kuldans hefur verið, er og verður eitthvað áfram er þörf á að fríska eitthvað aðeins upp á kuldagallann og kíkja á nýjar samsetningar. Það hefur verið gríðarlegur kuldi í New York og á tískuvikunni þar fyrir nokkrum dögum þurftu tískuspekúlantar að klæða sig mjög vel. Nokkrar myndir sem hér fylgja eru af vel klæddum konum þaðan en aðrar eru einhvers staðar annars staðar að. Við þurfum líklegast að sækja okkur innblástur á þessum nótum næstu vikurnar áður en vorið lætur sjá sig! 

–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar–


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...