07 December 2016

EINFALDLEIKI Í JÓLASKREYTINGUM

INNI I JÓL
Það er tími kominn á það að tala aðeins um jólaskraut og birta fallegar myndir. Hef hreinlega ekki komist í það og finnst sannarlega þörf á. Finnst þá líka passa vel að fara til að byrja með í einfaldleikann og sýna hvernig minna er meira þegar kemur að jólaskrauti. Fyrir þá sem vilja byrja smátt, þá er þessi stíll sem hér birtist hreinlegur og fallegur og svo líka einfaldlega fyrir þá sem vilja ekki skreyta of mikið. Hér svífur skandinavískur andi yfir vötnum í myndum frá danska fyrirtækinu House Doctor, en þar hafa eigendur og hönnuðir virkilega lagt sig fram við að gera fallegt skraut. Það er verslunin Fakó sem selur vörur House Doctor. Lesið nánar til að sjá miklu fleiri myndir. 


05 December 2016

LITIR OG FLEIRI LITIR – HVÍ EKKI?

INNI I LITIR
Litir eru stærsti þátturinn í því að breyta rými. Fólk veltir því töluvert fyrir sér að mála í litum heima fyrir en er frekar ragt við að fara alla leið. Ég er viss um að einhverja langar til að mála eitthvað smá fyrir jólin og skora á þá að skoða þessar myndir sem hér fylgja og reyna að fá innblástur. Fara alla leið í litavali og bara keyra á þetta! Lesið nánar til að sjá margar litríkar myndir. 


29 November 2016

KÓKOS- OG MÖNDLUMJÖLSSMÁKÖKUR

MATUR I BAKSTUR
Nú er tími smákökunnar runninn upp. Margir baka alltaf sömu sortirnar en ég fer frekar í það að baka eitthvað sem ég hef ekki reynt áður. Uppskriftir sem heilla mig, ég girnist og tel fara vel í fólkið mitt. Meira að segja búin að reyna eina fyrir nokkrum dögum, sem var ekki alveg að skora nógu hátt, svo ég birti hana ekki núna. Baka reyndar alltaf eina gamla grunnuppskrift sem fær á sig ýmsar myndir, allt eftir því hverjar óskir dætranna eru eða hvað er til í skápnum sem  má fara út í deigið. En þessi sem ég birti ykkur núna er hreint ansi góð og svakalega fljótleg. Fá hráefni og fullkomið bragð. Gengur í alla aldurshópa virðist vera. Skora á ykkur að prófa og það sem fyrst. Lesa nánar til að nálgast uppskriftina.28 November 2016

DÖKKT OG BLÁTT SKAPAR HLÝTT YFIRBRAGÐ

INNI I HEIMSÓKN
Fallegt og virkilega áhugavert heimili í heillandi dökkum litum sem gleðja hjarta mitt. Ég hef sérstakan áhuga á dökkum litum og bara heimilum almennt máluðum í lit. Ég hreinlega varð að birta mynd af þessu heimili og slóðina inn á það, en heimsóknin birtist í sænska Residence tímaritinu. Smellið HÉR til að komast þangað og skoða allar myndirnar. 
24 November 2016

VERTU ÞINN EIGIN HÚSGAGNAHÖNNUÐUR

INNI I HÚSGÖGNVantar þig skáp undir hitt eða þetta? Það virðist alltaf vera þörf á meira skápaplássi og hér er skemmtileg lausn. Eldússkápar settir saman og á fætur. Úr verður þessi fíni skápur. Um er að ræða hugmynd frá Ikea og er á sænsku síðunni Livet hemma. Ég hef áður talað um að setja saman sitt eigið og fara hagkvæmar leiðir og þessi fellur sannarlega í þann flott. Þarna er hægt að velja skáphurðir sem henta, fætur og fleira og jafnframt fara þá leið að hafa fleiri svona einingar í fleiri herbergjum. Alltaf fallegt þegar húsgögn kallast á og eru á fleiri en einum stað á heimilinu. 23 November 2016

FLEIRI LOFT Í LIT, HVÍ EKKI?

INNI I LITIR
Það er ekki á hverjum degi sem maður rekst á fallegar myndir af litríkum loftum en þessa dagana er það næstum því þannig. Eftir að hafa sett inn myndir af bleiku lofti þá sá ég þessa mynd af bláu lofti og mátti til með að láta bláa loftir fylgja í kjölfar þess bleika. Þetta er virkilega góð hugmynd fyrir þá sem eru klárir í aðrar leiðir en þær hefðbundnu en vilja jafnframt hafa veggina frekar ljósa. Þá er um að gera að keyra á litríka loftið. Smellið HÉR til að sjá fleiri myndir af þessari fallegu íbúð með blámálaða loftinu. 
21 November 2016

LOFT Í LIT, HVÍ EKKI?

INNI I LITIR
En skemmtileg hugmynd. Að mála loftið í allt öðrum lit en veggina og hvað þá í allt öðrum en hefðbundnum lit á loft almennt. Hversu vel kemur þetta fallega loft út í bleiku? Virkilega hugmynd sem mætti íhuga, fyrir þá sem eru tilbúinir til að fara óhefðbundnari leiðir en flestir. Smellið HÉR til að sjá fleiri myndir úr þessari huggulegu íbúð. 
15 November 2016

BILLY GEYMIR FLEIRA EN BÆKUR

INNI I HÚSGÖGN
Við skruppum í Ikea í gær, ekki að það sé í frásögur færandi nema hvað að þegar ég gekk í gegnum hilludeildina stoppaði ég snögglega þegar ég rak augun í nýjan lit af Billy bókaskáp. Dökkbláan Billy með glerhurðum. Svo virkilega flottur og öðruvísi. Billy er klassík og ótrúlega sniðug lausn frá Ikea, en þegar horft er á Billy sem einstakan hlut, sbr. einn stakan skáp í dökkbláu, þá verður hann að svo miklu meiri mublu. Myndin hér að ofan er af gráum Billy en ég hafði einmitt tekið hana og geymt af því að mér fannst þessi fallegur sem og notkunin á honum sniðug. Takið nefnilega eftir, að Billy getur geymt svo mikið fleira en bækur. Stílistar Ikea hafa skreytt þessa skápa á snilldarlegan hátt sem áhugasamir ættu að rína vel í til að fá hugmyndir að breytingum í sínum eigin bókahillum og glerskápum. Lesið nánar til að sjá fleiri myndir. 14 November 2016

DÖKKT OG NÝTT

INNI I HÖNNUN
Það er mjög ákveðin tilgangur með því að birta þessa mynd hér á Home and Delicious. Getið þið ímyndað ykkur hver hann er? Jú, sá er tilgangurinn að sýna ykkur hversu ótrúlega spennandi það er að mála nýtt og einfalt húsnæði í mjög dökkum lit. Tilhneiginging í gegnum tíðina hefur verið sú að mála nýtt og einfalt allt hvítt. Það virðist hafa verið mjög gott og gilt samasemmerki þar á milli. En takið eftir því hvað það er fallegt að brjóta upp hefðina og fara út í mjög dökkt. Í nánast öllum nýjum og nýlegum húsum eru mjög stórir gluggar og mikil birta og því ekkert því til fyrirstöðu að mála dökkt (ef fólk er hrætt við að heimilið verði of dökkt). Það gerist ekki! Dökkt umvefur en þrengir alls ekki að (fermetrunum fækkar ekki með dökkri málningu eins og oft virðist vera hugsunin). Með því að mála í dökku er verið að brjóta upp hefðbundið form og kalla fram áhugaverða hlið á arkitektúr hússins. Ég skora á þá sem eiga nýleg, falleg einbýlishús í þessum anda að íhuga það sem ég er að nefna hér! 


10 November 2016

GÆRAN GÆLIR VIÐ TÆRNAR

INNI I GÓÐ HUGMYND
Gærur eru venjulega notaðar yfir stólbök og í sófa og slíkt. Áður fyrr voru ekta gærur notaðar á gólf eins og mottur til að hlýja og ilja. Hvers vegna ekki að taka það upp aftur? Láta góða gæru við rúmið og það fyrsta sem stigið er á á morgnana er mjúk húðin. Hljómar vel ekki satt? Og kemur líka svo hlýlega út. Myndin er af einu herbergi á hótelinu Ett Hem í Stokkhólmi. 
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...