27 April 2015

HVÍTT Á HVÍTU

TÍSKA
Höldum áfram að hugsa um vor og sumar þar sem vorið er formlega komið hjá okkur. Í síðasta pósti var það svart og hvítt en nú er það hvítt og hvítt. 

23 April 2015

SVART-HVÍTT Á FYRSTA DEGI SUMARS

HOME AND DELICIOUS
Það er einstaklega falleg og sæt hefð að mér finnst að fagna Sumardeginum fyrsta. Þótt hann sé nú sjaldnast sérlega sumarlegur þá markar hann formlega skilin milli veturs og vors. Og nú er komið vor! Áður en litir sumarsins fara að springa út skulum við skoða svart-hvítt Ísland eftir Gunnar. Myndir sem hann tók á Vatnsnesi í fyrra á Ilford Pan F, iso 50. Gleðilegt sumar!


Gunnar Sverrisson / Home and Delicious22 April 2015

INNANHÚSS-INNSPÝTING

INNANHÚSS
Þegar þörfin er aðkallandi að sækja í sterkan innblástur og koma sér í innanhúss-gírinn, þá fer ég á Pinterest og pinna. Þetta þurfti ég t.d. að gera núna í morgun, því ég hef ekki haft tækifæri til að setja inn efni á Home and Delicious síðustu daga, hef verið í öðru og þetta annað ekki alveg á sömu bylgjulengd og þegar ég finn hugmyndir og vinn efni hérna inn! Ég þurfti því að svissa yfir á innanhúss-stöðina í höfðinu á mér og komast í gírinn, sem tókst ágætlega á Pinterest. Vonandi getið þið sömuleiðis svissað yfir á ykkar stöð með því að horfa vel á og njóta myndanna. 


16 April 2015

FRITZ HANSEN: HEIMILI FULLT AF INNBLÆSTRI

INNANHÚSSHÖNNUN
Danski húsgagnaframleiðandinn Fritz Hansen opnar heimili sitt þessa dagana í Mílanó á Ítalíu. Þar fer fram húsgagna- og hönnunarsýninging Salone di mobile og er sýningarsalurinn þeirra sem innréttað heimili. Virkilega fallegt og vel framkvæmt. Gömul hönnun og ný frá fyrirtækinu er notuð inn á heimilið í bland við klassískan grunn í öðrum húsgögnum og hlutum. Litir eru notaðir á veggi og gólfin nokkuð hrá timburgólf sem kallar fram smáatriðin í hönnuninni og vandað sambland í hlutum sem eru inni á heimilinu. Það er gaman að kíkja inn í svona áhugaverða íbúð! 

15 April 2015

GÖMUL SKÓLABORÐ

INNANHÚSS
Sú mubla sem ég get talið sem eina af mínum allra uppáhalds eru gömul skólaborð. Þessi svakalega einföldu með nánast engu flúri og jafnvel tveimur skúffum. Þau hafa nefnilega svo margþætt notagildi sem ég hrífst alltaf af. Húsgögn sem má nota um alla íbúð og í ólíkum tilgangi fá plús í kladdann frá mér! Sjáið til dæmis hvernig þessi borð á myndunum eru notuð. Hvernig þau passa einhvern veginn á staði sem jafnvel ekkert annað passar. Þau eru aldrei fyrir og alltaf velkomin. Vandamálið hins vegar er það, að hér á landi eigum við ekkert svakalega mikið til af dóti sem þessu; ef það var til er líklega búið að farga því og ef það er til er enn líklegra að það sé inni á einhverju byggðasafni til sýnis. Þetta tengist því að við höfum ekki þessa gömlu menningu sem snýr að því að gefa gamalt dót, setja það út á gangstétt og leyfa einhverjum að hirða það eða vera með flóamarkaði. Ekki fyrr en nánast allra síðustu ár. En þeir sem luma á einu slíku mega endilega láta mig vita ef þeir hafa ekki þörf fyrir það sjálfir! 
1 / 2 / 314 April 2015

Á LEIÐ TIL SIKILEYJAR?

FERÐALÖG


Sikiley er einn af þessum stöðum sem okkur langar til að heimsækja og ég hefði ekkert á móti því að heimsækja eyjuna og dvelja á þessu ótrúlega fallega sveitahóteli sem stendur nánast í hlíðum eldfjallsins Etnu. Hótelið heitir Monaci delle Terre Nere og þar er boðið upp á 15 herbergi eða litlar íbúðir í ýmsum stærðum. Allt er gert upp og innréttað á algjörlega einstakan hátt, af natni og ástríðu sem skín í gegn. Ólífuekrur, sítrónutré og vínekrur umlykja allt og útsýnið er yfir Miðjarhafið. Bara alveg ágætt, finnst ykkur ekki? 

13 April 2015

BORÐDÚKAR ERU HEILLANDI

SKREYTINGAR HEIMILISINS
Það er eitthvað heillandi við borðdúka. Þá er ég ekki að setja alla borðdúka í sama flokk, heldur tala um borðdúka úr hör eða bómull, í hvítu eða ljósu, ferska og fína, stífstraujaða eða mjúka og léttkrumpaða. Dúka sem fá að liggja á borðinu til skrauts því þeir skreyta heimilið, koma inn með mýkt og teljast sem eitt lag í góðri lagskiptinu sem á að vera í heillandi herbergi. Borðdúkur á morgunverðarborði færir einfalt ristað brauð í hærri hæðir, gefur tebollanum meira gildi seinnipartinn og gerir kvöldmáltíðina höfðinglega. 

11 April 2015

09 April 2015

HÚSGÖGN Á FÓTUM OG ALLT SÉST Í GEGN

INNANHÚSS
Ef við veltum fyrir okkur stofu- og fjölskyldurými, þá eru húsgögnin þar oft á tíðum frekar þung og mikil. Sitja lágt á gólfinu, lítið sést undir þau og ekkert í gegnum þau. Hvað vantar? Húsgögn á háum fótum, léttari húsgögn, sem sést í gegnum og má auðveldlega færa til. Slík húsgögn eru nauðsynleg í stofu- og fjölskyldurými, í raun alls staðar, til að rétt flæði myndist í herbergi þar sem mörg húsgögn eru á sama stað. Umhverfið verður léttara og frjálslegra, meira aðlaðandi fyrir augað, það er auðveldara að færa til hluti og breyta. Sem sagt skemmtilegra líka! Myndirnar staðfesta þetta og sýna vel hversu miklu máli þetta skiptir upp á heildaryfirbragðið. 
–Lesa nánar til að sjá allar myndirnar sem fylgja–


TBT

HOME AND DELICIOUSHome and Delicious / Gunnar Sverrisson
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...