14 April 2014

HEIMSÓKN: NOREGUR–HUGMYNDIR TIL AÐ LÍTA Á
Páskafrí og margir á ferðinni. Getur orðið langt frí hjá mörgum með nokkrum auka frídögum. Ég hef þá trú að margir njóti þess að slaka á í bústaðnum sínum þessa daga. Fyrir þá birti ég þessa heimsókn í fallegt hús í Noregi sem mér finnst búa yfir ótal hugmyndum sem má stela í bústaðinn … já eða á heimilið. Hvítt og bjart, smá shabby og chic stíll (pínu þreytt en flott mætti kalla þetta), textíll og mynstur. Takið eftir hvað það gerir fyrir svona tært umhverfi að leyfa mynstrum og textíl að njóta sín. Umhverfið verður miklu persónulegra og áhugaverðara. Einfalt og aðlaðandi og staður sem væri skemmtilegt að dvelja á. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar úr húsinu –


11 April 2014

FÖSTUDAGUR OG HELGI FRAMUNDAN
Bara nokkar skemmtilegar myndir í seríu til að 
fagna helginni sama hvar við erum. 

– Lesa nánar til að komast í allar myndirnar –


10 April 2014

TÍSKA: BLÁA SKYRTAN
Að öllu gallaefni slepptu að þessu sinni skulum við samt halda okkur við blátt. Bláa skyrtan er jafn mikil klassík og sú hvíta þótt mun fleiri eigi hvíta inni í skáp en bláa. Þá bláu skal í raun nota á nákvæmlega sama hátt og þá hvítu; til að klæða sig hversdags eða spari. Það er ofsalega auðvelt að hugsa að hvít og blá skyrta séu smá dragta...skrifstofu...eitthvað en alls ekki. Auðvitað má nota þær á þann hátt og það kemur fallega út en þær má einmitt nota á allt annan hátt líka. Með því að hafa skyrtuna stærri, ekki aðsniðna, hafa hana yfir buxur eða hálflausa. Bara að prófa sig áfram. Myndirnar geta hjálpað til við að fá hugmyndir.

– Lesa nánar til að sjá skyrturnar –


09 April 2014

1–10: STÓRAR GRÚPPUR1–10

Stórar grúppur í uppstillingar. Eitthvað sem mörgum þykir ekki auðvelt að setja saman. Reyna en finnst samsetningin ekki virka. Hvað er þá til ráða? Hér eru nokkur atriði sem má hafa í huga: Ekki hugsa um hluti sem grúppur sem raðast í hring, og alls ekki í eina beina línu heldur. Hugsaðu frekar um hring sem má brjóta upp og hlutirnir stingast út úr. Veltu fyrir þér hæðinni, hafðu hluti saman sem eru ekki jafn háir. Þetta má líka vinna með því að hafa bækur og blöð undir hlutum. Svo er gott að reyna að hafa hluti í „litasjetteringum", einbeita sér að því að hafa ljóst saman o.s.frv. en svart og grátt og slíkir náttúrulitir geta hugsast sem svona litagrúppa. Þá er auðvelt að koma með etthvað eitt sem er stærra og öðruvísi með, sbr. í formi lampa. Þá finnst mér alltaf fallegt að hafa einhvern bakgrunn; bakka, myndir, diska eða jafnvel bara litaðan vegg eða dökkan. Það er auðvelt að vinna með þessi ráð. 

– Lesa nánar til að sjá myndirnar –


08 April 2014

HEIMSÓKN: FLASHBACK TIL KAUPMANNAHAFNAR
Ég reyni að velja vel þegar ég set inn heimsóknir á Home and Delicious. Hluti af því er að sýna annað slagið eldri heimsóknir sem mér finnst virkilega vera fallegar og gaman að rýna í. Hér er ein slík. Ég hef verið að fara í gegnum breska Elle Decoration á iPadinum undanfarið og þá var þessi heimsókn í einu blaðinu. Heimili danska fatahönnuðarins Susanne Rutzou í Kaupmannahöfn, birt í Elle Decoration, myndir teknar af Heidi Lerkenfeldt og stílisti var Pernille West. Einstaklega fallegt heimili og áhugavert að skoða. Persónulegt, fullt af dóti, skemmtilega raðað upp, hlutir og húsgögn á óvenjulegum stöðum. Hér er hægt að stela mörgum hugmyndum! 


– Lesa nánar til að sjá fleiri myndir af heimili Susanne Rutzou –


07 April 2014

MÁNUDAGSMIX: FALLEGT Í NEW YORK
 Mánudagur og sá fyrsti í apríl. Vonandi er veturinn að fjara út. Fáir með orku í mikið meira af honum. Nú rignir hér mín megin á landinu og það er fínt á meðan rokið er ekki að sperra sig líka. Mixið kemur að þessu sinni frá Ameríku, New York nánar tiltekið. Hugmyndin er komin í gegnum amerískan vinnufélaga Gunnars sem benti okkur á þessa stofu, ASH NYC, en hann tengist henni í gegnum félaga sína. Hönnunarteymið hefur víðtæka og ólíka reynslu og hugmyndin hjá þeim er að tengja saman sem flesta anga þeirrar vinnu sem felst í því að endurgera íbúð, koma henni í gott verð og hafa hana haganlega úr garði gerða. Fallegar myndir á mánudegi. 


– Lesa nánar til að sjá myndirnar frá ASH NYC –         


04 April 2014

GOTT AÐ SKOÐA OG LESA UM HELGINA IIÞað er mánuður síðan ég kom með góðar hugmyndir að því hvað mætti skoða og lesa um helgina. Nú höldum við áfram og hér set ég inn fimm heimili sem gaman er að staldra við og gefa sér tíma í að skoða í rólegheitunum. Þau eru ólík en að mínu mati áhugaverð og með mjög sterkt yfirbragð. Góða helgi öll sömul! 

– Lesa nánar til að komast í öll innlitin –


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...