19 October 2016

SETIÐ VIÐ GLUGGANN

INNI I GÓÐ HUGMYND
Það er alltaf eitthvað þægilegt við að sitja við glugga og horfa út. Sitja við glugga og vinna. Sitja við glugga og spjalla. Gluggabekkir/sófar eru heillandi fyrirbæri sem mér finnst algjörlega verða útundan þegar kemur að því að innrétta hús og íbúðir. Það er á gríðarlega mörgum stöðum sem eru stórir gluggar sem bjóða upp á þessa hugmynd en einhvern veginn virðist hún ekki koma upp. Að setja upp bekk eða sófa við glugga, fjarri sjónvarpi og tölvum og öðrum skarkala, er ávísun á baráttu um besta sætið. Lesa nánar fyrir fleiri myndir. 
18 October 2016

KLASSÍK Í KLASSÍSKU UMHVERFI

INNI I HÖNNUN
Verner Panton er einn þeirra skandinavísku hönnuða sem skyldu eftir sig sterka arfleifð, mikinn auð. Verk hans eru klassík í hönnunarsögunni og með slíka hluti er alltaf gaman að sjá þá setta fram á fallegan og öðruvísi hátt. Myndin að ofan er einstaklega falleg, ég sá hana í tímariti og hún fékk mig til að staldra við. Sjáið litinn á veggjunum, gólfið og hvernig þessi klassíska hönnun Pantons dregur fram sterkt umhverfið og fegurð þess, á sama tíma og umhverfið dregur fram sérstöðu húsgagnanna. Lesa nánar fyrir fleiri fallegar myndir af hönnun Pantons. 
14 October 2016

FLÍSALAGÐUR HÖFÐAGAFL

INNI I GÓÐ HUGMYND
Flísalagður höfðagafl er ansi góð hugmynd til að spá í ef þig vantar fallegan höfðagafl við rúmdýnuna. Virkilega öðruvísi en allt annað á markaðnum og ímyndið ykkur möguleikana! Myndin er via Est living
13 October 2016

LJÓS OG SKUGGAR Á HEIMILI LJÓSMYNDARA

INNI I HEIMSÓKN
Heimili þar sem ljós og skuggar eru í aðalhlutverki. Heimili ljósmyndara sem eingöngu vinnur með dagsbirtuna. Heimili hinnar sænsku Piu Ulin sem býr í Brooklyn í New York. Skoðaði þetta innlit fyrir einhverju síðan en hnaut um það á síðunni Remodelista. Langaði að sýna ykkur það og pósta. Fallegt og öðruvísi. Smellið hér til að sjá allar myndirnar. 
12 October 2016

HEFUR ÞÚ ÍHUGAÐ...

INNI I LITIR

...að mála sama vegginn í tveimur litatónum? Eins og á þessum hér að ofan. Hann er í tveimur gráum tónum. Dekkri tóni upp af arninum og ljósari gráum, með örlítið grænni slikju, sitthvorum megin við. Kemur ofsalega fallega út að mér finnst og margir sem gætu farið þessa leið til að breyta hjá sér! 
11 October 2016

SVEITASÆLA Í UPPSVEITUM NEW YORK

INTERIORS I HOME VISIT
Á Instagram er ýmislegt skemmtilegt og það er sá samfélagsmiðill sem mér þykir áhugaverðast að fylgja. Einn þeirra sem mér finnst gaman að skoða hjá myndir er Hollendingurinn Frank Muytjens, en hann er yfirhönnuður karlmannalínunnar hjá J. Crew. Frank er smekkmaður og tekur gjarnan myndir af bústaðnum sínum í uppsveitum New York. Það er einstaklega huggulegt hjá honum í sveitinni og svo eldar hann og bakar girnilega. Það var svo fyrir tilviljun að ég fann heimsókn til hans í sveitina á kanadísku House and Home síðunni og finnst að sjálfsögðu upplagt að tengja hana hingað inn til að þið getið séð myndirnar og lesið um hann. Ýtið hér til að sjá alla heimsóknina til Frank. 

06 October 2016

AÐ NÁ STOFUNNI NIÐUR!

INNI I STOFUR
Þarna er ég að tala um að ná fram afsöppuðu yfirbragði og hafa umhverfið ekki stíft. Það er staðreynd að stofur eiga þetta til, sama hver stíllinn er. Í raun snýst þessi grein um það hvað má læra af stofum þar sem boho/bóhem-stíll er ráðandi. Hvað skyldi það nú vera? Jú, óformlegheit, afslappað rými, vinalegt rými. Það má taka þessi atriði og heimfæra þau á allar stofur og öll stílbrigði. Það þarf að gefa stofum gaum til að gera þær spennandi. Hugsa út fyrir boxið í uppröðun á húsgögnum og aukahlutum. Myndirnar sem fylgja með greininni eru allar til að styðja það sem ég er að tala um. Við hverja og eina tek ég saman hvað má læra af myndinni. Lesa nánar til að sjá og lesa. 05 October 2016

MARGAR MOTTUR VERÐA AÐ EINNI STÓRRI

INNI I MOTTUR

 


Þetta er svo ofureinfalt – tvær eða fleiri mottur eru skapaðar til að verða að einni stórri. Ég er svo ofsalega oft spurð að því hvort eigi að vera motta hér eða þar og mottur eru eitthvað sem margir hugsa um en fara svo ekki alla leið með. Ein meðal motta í stóru rými gerir ekki mikið nema hún sé hugsuð algerlega í ákveðið verkefni á ekki stóru svæði. Stórar mottur geta verið mjög dýrar og þá kem ég alltaf með þessa hugmynd að hafa fleiri en eina fallega og pússla þeim saman, leggja saman og úr verður ein. Myndirnar sýna þessa hugmynd en mér finnst koma skemmtileg mynd á rými þegar þetta er gert. Skapar sterkan stíl, sýnir fólk sem þorir sem og leysir „vandann" þegar ekki eru tök á að kaupa eitthvað stórt og dýrt. Fyrir utan það getur verið mjög ópraktískt að hafa risastóra mottu upp á þrif á henni. Lesa nánar til að sjá myndirnar. 


04 October 2016

ÞETTA VIRKAR

INNI I SMÁATRIÐI
Rými sem skorar hátt á áhugaverða skalanum. Allt sem virkar í útliti og yfirbragði. Vinnustofa tveggja bloggara í Berlín. En þótt um sé að ræða vinnustofu þá er þetta rými miklu meira en það. Hæglega gæti verið um hrikalega flotta stofu að ræða í heimahúsi. Heimili sem ég vildi þá gjarnan fá að kíkja á! Hráir veggir, timburgólf, dagsbirta, samsetning á dóti, stórt borð sem er tvö borð samansett og alltaf frábær hugmynd að mínu mati. Borðið fullt af fallegu dóti, plöntur. Bara einhvern veginn allt sem virkar! Ýtið hér til að sjá meira af vinnustofunni. 
03 October 2016

HUGSUM UM MYNSTRUÐ GÓLF

INNI I GÓLF

Gólfefni eru sá þáttur sem vegur einna þyngst þegar kemur að því að endurnýja og gera upp íbúðir og hús. Stór liður í kostnaðaráætlun og eðlilega hluti sem virkilega þarf að hugsa um. Það sem mér þykir hins vegar skorta á er að fólk taki smá meiri áhættu og hugsi aðeins út fyrir boxið. Þeim hefur fjölgað sem eru til í mynstraðar flísar og að blanda saman gólfefnum, en enn er mjög, mjög langt í að fólk líti á gólfefni sem þátt sem má virkilega fara aðra leið með. Sjáið myndirnar sem fylgja greininni. Mynstraðar flísar, sem ganga svo fyllilega í öll herbergi heimilisins. Að nota slíkar flísar með öðru hráefni getur verið einstaklega fallegt og svo áhugavert. Viðargólf eða flotuð gólf sem fljóta saman með slíkum flísum mynda rými sem þurfa svo lítið annað til að vera öðruvísi. Lesa nánar til að sjá allar myndirnar. 
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...