19 December 2014

„JÓLIN NÁLGAST" JÓLASKRAUTIÐ

JÓLASKREYTINGAR
Já, jólin nálgast all verulega og þá er kominn tími á jólaskrautið sem heitir „jólin nálgast" skrautið! Skrautið sem gerir allt ennþá hátíðlegra og ýktara og fær að standa fram yfir hátíðarnar. Hér eru nokkrar hugmyndir að því skrauti og skreytingum sem þið getið spáð í og reynt um helgina. Myndirnar eru frá House Doctor. Góða helgi! – Lesa nánar fyrir fleiri myndir –

16 December 2014

JÓLALEGT HEIMILI Í NOREGI

JÓLASKREYTINGARVið förum ekki í gegnum desember hér á Home and Delicious án þess að birta eitt fallega skreytt heimili fyrir jólin. Í sannleika sagt þá hef ég hreinlega hvorki séð né fundið jólaleg heimili til að birta og mér finnst ekki mikið um jólamyndir í netheimum eins og verið hefur síðustu ár. En að mínu mati var biðin virkilega þess virði fram að þessu því heimilið í Noregi er skemmtilegt, öðruvísi og einstakt. Um er að ræða gamlan sveitabæ. Panellinn er grár og allt umhverfi hrátt svo skraut, greni og litir lifna við. Þetta er heimili Camillu Berntsen og Henrik Bahmra. Camilla er innanhússstílisti og eigandi þekktrar verslunar í Noregi sem heitir Milla Boutique. – Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –


12 December 2014

NÁTTÚRA OG EINFALDLEIKI

 JÓLASKREYTINGAR
Ég hallast greinilega að því einfalda og náttúrulega þegar kemur að jólaskrauti og að skoða fallegar jólalegar ljósmyndir. Var að leita að skemmtilegum myndum til að setja hér inn fyrir helgina og þetta er afraksturinn. Eins og ég hef oft sagt, þótt ég hafi mjög gaman af mörgum og ólíkum stílbrigðum og eins í jólaskreytingum, þá er þetta meira línan sem ég sæki í þegar eitthvað virkar sterkt á mig. Vonandi virkar það líka á ykkur. Góða helgi öll sömul! – Lesa nánar fyrir fleiri jólalegar myndir –10 December 2014

SNJÓKORN FALLA

JÓLASTEMMNINGVia Her life is her canvas


MÁLAÐUR PANELL – GJÖRBREYTTUR BÚSTAÐUR

INNANHÚSS
Málaður panell getur verið ótrúlega fallegur og skapað kósý stemmningu. Nýlega var ég beðin um að koma með hugmyndir að máluðum panel í sumarhús hér á síðunni, en ég fékk sendar myndir af sætum A-bústað þar sem eigendur langar til að mála. Ég velti þessu aðeins fyrir mér og hef tekið saman þessar myndir sem mér finnst geta veitt þeim innblástur. Við erum sjálf með okkar pínubústað málaðan hvítan með einum dökkum vegg og það er ráðgert að mála hann í allan í dökkum lit, til að endurspegla meira okkur og þann stíl sem við sækjumst eftir. Þess vegna hef ég skoðað töluvert af myndum af panel í dökkum litum og verið með litakortið að púsla saman hugmyndum fyrir okkur.  Þessar myndir endurspegla sennilega þær vangaveltur! 


 

– Lesa nánar fyrir allar myndirnar –


08 December 2014

ÍSLENSK ÁHRIF Í JÓLASKREYTINGUM

JÓLAKSKREYTINGAR
Núna eru það íslensk áhrif í jólaskreytingum hér á Home and Delicious. Það er ekki í frásögur færandi að Gunnar fór í klippingu í síðustu viku til Óla Bogga á Solid. Hann kom til baka nýklipptur og með þessar myndir í myndavélinni. Fallegt, finnst ykkur ekki? Gaman að því þegar lagt er upp úr því að skapa skemmtilegt andrúmsloft fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Þess má geta að Rut Káradóttir innanhússarkitekt aðstoðaði við herlegheitin, litaval og uppsetningu, og skrautið er meðal annars frá House Doctor sem og úr versluninni Magnólíu. – Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –


05 December 2014

SKANDINAVÍSK ÁHRIF Í JÓLASKREYTINGUM

JÓLASKREYTINGAR
Skandinavísk fyrirtæki virðast mörg leggja mikið upp úr fallegum og jólalegum myndum til að kynna jóladótið sitt. Við höfum séð myndir frá danska merkinu House Doctor og núna sjáum við myndir frá danska merkinu Tine K Home. Tine K gerir mikið úr því að mynda dótið sitt á vandaðan hátt og jólamyndirnar í ár bera þess merki. Af myndunum má fá margar hugmyndir til að skreyta heima og nota dótið hennar Tinu. Þess má geta að vörurnar frá Tine K Home fást í versluninni Magnoliu á Laufásvegi. – Lesa nánar til að sjá fleiri myndir –

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...