12 February 2016

5 FORVITNILEG HEIMILI FYRIR HELGINA

INNI I HEIMILI
Fimm forvitnileg, falleg og freistandi heimili til að skoða um helgina. Ólík í eðli sínu en í heildina með einstakt yfirbragð sem kallar fram löngun til að skoða meira. Góð helgarlesning. Lesa nánar til að skoða öll heimilin vel. 


10 February 2016

SOKKAR AF, SOKKAR Á

TÍSKA I SOKKAR
Ég held það sé nokkuð ljóst að það eru sokkar á þessar vikurnar. Alltof kalt úti til að sleppa þeim. Sokkar eru stundum þannig að manni finnst þeir skemma dressið! En það þarf alls ekki að vera. Þeir geta verið ansi flottir og gert heilmikið. Það er gott að vita til þess að þeir geta komið nokkuð ágætlega út þótt buxurnar nái ekki niður fyrir ökkla. Það er nefnilega sérstaklega ökklasíddin sem er smá erfið uppá sokkana að gera. En myndirnar sýna og sanna að þetta er ekki áhyggjuefni, það þarf hins vegar að vanda valið á sokkunum svo dæmið gangi upp og það er alveg hægt að finna þá flotta. Lesa nánar til að fá sokkahugmyndir. 08 February 2016

ÓHEFÐBUNDIN STAÐSETNING

INNI I SMÁATRIÐI
Hugsað út fyrir boxið gæti verið fyrirsögnin hér. Óhefðbundin staðsetning á við um það að stilla upp hlutum og húsgögnum á staði sem í formlegum og reglubundnum skilningi er ekki talið eðlilegt og algengt. En er það ekki einmitt það sem er skemmtilegt? Gera eitthvað öðruvísi og finna leiðir til að skapa sér sitt sérstaka umhverfi. Lítið málverk hengt upp á hurð. Kollur í dyragætt. Sólbekkur í stofu. Stór stytta á gólfi. Með því að hugsa öðruvísi skapast ótæmandi möguleikar! Lesa nánar fyrir fleiri myndir. 


05 February 2016

ÞETTA VIRKAR

INNI I SMÁATRIÐI
Það er smá föstudags í þessari mynd. Ég set hana inn sem stemmningu fyrir helgina, þar sem hugurinn reikar í veðri sem þessu í kofa úti í skógi. En hún er líka hér því það er allt sem virkar á henni. Umgjörðin er heildstæð og rímar, afslappað umhverfi sem kallast á við timburhúsið og óformlegt yfirbragð þess. Það sem heillar mig þó mest og mér finnst virka best er járnrúmið í stofunni. Það gerir umhverfið að því sem það er að hafa ekki formlegan sófa. 
Reyndar eigum við svona rúm og höfum átt í tíu ár. Það er ein snilldin frá Ikea. Það er notað sem rúm en hefur reyndar einu sinni verið notað í stofunni hjá okkur einmitt sem legubekkur til að brjóta upp formlega heild sem fylgir gjarnan stofum. Ég hef verið að horfa hýru auga til þess á ný og sé það fyrir mér á allt öðrum stað en þar sem það er. Kannski gerist það! 

04 February 2016

VÍÐAR BUXUR, STÓRAR SKÁLMAR

TÍSKA I VETUR
Til ánægju og yndisauka, hvers vegna ekki að fara í víðar buxur. Þessar með stórum og víðum skálmum, ekki útvíðum. Alger andstæða gallabuxnaog alls þess sem er þröngt. Tilbreyting og skemmtun. Gengur bæði hversdags og spari. Aðalatriðið er að halda öllu sem verið er í við mjög einföldu. Einfalt að ofan og alls ekki voða þröngt. Allt frekar laust og frjálslegt. Skór sömuleiðis, frekar flatbotna eða með pínu hæl, jafnvel strigaskór. Góð og hlý utanyfirflík og veturinn má halda áfram! Lesa nánar fyrir miklu fleiri myndir. 02 February 2016

HANGANDI PLÖNTUR

INNI I SMÁATRIÐI
Það er alltaf rétti tíminn til að tala um plöntur og mikilvægi þeirra í umhverfi okkar. Nú skulum við horfa á þær frá öðru sjónarhorni sem ekki hefur sést mjög lengi; hangandi sjónarhorni. Plöntur fá vængi og svífa um loftin, í anda 8. áratugarins. Í handgerðum, hnýttum listaverkum sem skreyta. Koma inn með þátt sem ekki sést mikið í rýmum almennt, sem skraut hangandi úr loftinu. Gefum plöntunum okkar loft og annað tækifæri. Lesa nánar fyrir fleiri myndir. 01 February 2016

MÚSLÍ MEÐ MEIRU

MATUR I UPPSKRIFT


Mynd Halla Bára


Eitt sinn vorum við svo heppin að fá tækifæri til að gista á einstöku hóteli þar sem var hreint einstakur morgunverður. Múslíið heillaði því það var svo greinilega heimalagað og með því var hægt að borða ferskustu berin. Berin stóðu að sjálfsögðu fyrir sínu í ferskleika sínum en múslíið…ótrúlegt og hreinlega gleymist ekki. Það fór af stað smá rannsóknavinna og prófanir til að reyna að ná þessu tvisti sem gerði útslagið. Og viti menn; það tókst alveg ágætlega. Meðfylgjandi er leiðbeinandi hugmynd um hvernig má bera sig að. Lesa nánar fyrir uppskriftina. 31 January 2016

MOKKAJAKKAR ENDALAUST

TÍSKA I VETUR
Mokkajakkar eru flíkur sem endast meira en ævina. Yfir köldustu vetrarmánuðina virðast þeir poppa fram, við sjáum þá mikið úti í heimi á myndum af götutískunni. Þeir geta verið virkilega flottir og yfir þeim mikill stíll og þeir þola jafnframt að vera notaðir spari sem hvunndags. Alltaf bæta þeir við ákveðnum þætti sem gerir yfirbragðið enn áhugaverðara. Lesa nánar til að sjá fleiri mokkajakkamyndir. 28 January 2016

VINSÆLASTA PINNIÐ SEM OG LITURINN ER...

INNI I NÚNA
Ég var að fá tölvupóst frá Pinterest sem tilkynnti mér vinsælasta pinnið mitt síðustu vikuna. Það er myndin hér að ofan; af ljósbleiku hurðinni. Það kemur mér ekki á óvart því undiraldan síðustu vikurnar hefur verið með ljósbleikum tónum. Ljósbleikt er ekki lengur eingöngu tengt við glamúr og kvenleika, heldur er litur sem skal taka mark á fyrir fegurð, möguleika og það að vera öðruvísi þegar hann er notaður inni. Ljósbleikir tónar eru endalaust margir eins og á við um alla liti, og hér gildir það að finna þann sem hentar og má tengja við aðra liti í umhverfinu. Þeir eru fallegir við dökka liti í gráu, svart og hvítt. Fínlegra umhverfi má klæða með gylltu og lekkeru yfirbragði á meðan ljósbleikir tónar fara glæsilega með grófari umgjörð og hráu yfirbragði. Lesa nánar til að sjá fleiri myndir. 


26 January 2016

MANSTU EFTIR ÞESSU?

INNI I NÚNA


 


Flashback eða hvað? Munið þið ekki eftir þessum handofnu veggverkum sem voru á ófáum heimilum fyrir ansi mörgum árum? Sennilega eru rúmlega 30 ár síðan. Þau voru síðan látin hverfa og hafa hreinlega ekki sést síðan. Fyrr en núna! Og ég er virkilega ánægð með að sjá þau aftur því þau koma með skemmtilegan þátt inn í heimilisflóruna. Veggverkin/teppin eru skraut sem falla inn í uppstillingar og verða hluti af þeim. Þau eru flott með á myndavegginn. Í kringum stórar plöntur og á ýmsum öðrum stöðum. Þau sýna líka og sanna þann spíral sem tískan er; tískan sem það ferli sem tekur inn hluti og losar sig við þá aftur óháð stíl. Það sem er nýtt verður gamalt og gamalt verður svo aftur nýtt! Lesa nánar fyrir fleiri myndir. 


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...