19 September 2014

ÚR LIT Í SVARTHVÍTT

LJÓSMYNDUN
Ekki fyrir löngu síðan birtum við myndir í svarthvítu, skot sem Gunnar tók á heimilinu okkar. Ég ræddi um áhrif þess að hafa slíkar interior-myndir svarthvítar í stað þess að þær væru í lit en jafnframt að forsendur myndanna væru ólíkar. Hér sjáið þið muninn mjög skýrt. Þetta er mynd sem Gunnar tók nánast fyrir tilviljun þegar hann var að skoða myndavélina sína og prófa eitthvað í tölvunni. Áhrifin eru allt önnur. Sú í lit er meira fyrir bækur og tímarit á meðan sú neðri verður meira gamaldags og kannski „listrænni" á einhvern hátt. Vonandi verður helgin ykkur góð!
Mynd Gunnar Sverrisson / Home and Delicious

18 September 2014

SMÁATRIÐIN Í GALLAEFNINU

TÍSKAÆtli ansi margir segi ekki að sú flík sem þeir gætu síst verið án séu gallabuxur. Það er í það minnsta þannig hjá mér og almennt á það við með flíkur úr þykku jafnt sem þunnu gallaefni. Ég hugsaði með mér að ég gæti þannig verið án alls annars í fataskápnum...uhmmmm, en myndi að sjálfsögðu vilja hafa eitthvað aðeins meira þar! En gallaefni er einstakt og fjölbreytileiki þess ótrúlegur. Margir halda enn í þá reglu að ganga ekki í tveimur flíkum úr gallaefni í einu en ég er svo algjörlega óssammála því enda eru slíkar reglur eingöngu til að brjóta. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar með gallafatnaði –


17 September 2014

púðar: SAMSETNING OG UPPRÖÐUN

SMÁATRIÐIAð raða púðum og velja þá saman getur vafist fyrir mörgum sem vilja hafa sófann sinn huggulegan á að líta en samt sem áður kósý og aðlaðandi að fleygja sér í. Ég held að myndirnar sem fylgja þessari grein geti gefið ágætis hugmyndir um samsetningu og uppröðun á púðum. Skoðið þær vel. Nokkrir punktar til að hafa í huga; veljið saman púða sem eru ólíkir að stærð og leyfið einhverjum að vera nokkuð stórum. Vandið alltaf valið á fyllingum í púða, það er grunnurinn að baki því að þeir séu þægilegir og líti vel út. Setjið saman litapalettu og veljið púða út frá henni. Blandið saman mynstrum, röndum og litum. Raðið þeim á annan hátt en í annað hornið. Hafið röð allan sófann eins og hér að ofan. Hafið grúbbu í öðru horninu sem síðan deyfist út eftir sófanum. Hafið þrjá í miðjunni. Leggið þá niður og staflið, látið einn leggjast að staflanum o.s.frv. Gangi ykkur vel! 

– Lesa nánar til að fá hugmyndir með púðum –


12 September 2014

tískuvika: RAUNVERULEGT FYRIR ÞIG

TÍSKATískuheimurinn og öll fjölmiðlun í kringum hann hefur breyst mjög mikið undanfarin ár með tilkomu „street-style" ljósmyndara og persónulegra tískublogga. Nú sjáum við alls staðar á myndum fólk í sínum eigin fötum sem vill ná athygli og vera á mynd til að kynna það sem það stendur fyrir. Þetta viljum við sjá og þessi miðlun er sannarlega komin til að vera. Áhuginn sýnir sig vel þegar tískuviðburðir eins og tískuvikurnar eru, sbr. í núna í New York, en þá sjáum við jafnmargar myndir af þeim sem eru að fara á sýningarnar og af því sem var á sýningunum. Flóran er mikil á þessum myndum en ég stend mig alltaf að því að stoppa við þær myndir þar sem fötin eru eitthvað í líkingu við það sem ég gæti sjálf notað hér heima. Ég fór í gegnum myndir frá Tommy Ton á Style.com og þessar fönguðu mig frá New York. Vonandi gildir það sama um ykkur. 

– Lesa nánar til að sjá myndir við greinina frá Tommy Ton –


09 September 2014

heimilislíf: MEIRA AF ILSE CRAWFORD

HÖNNUNÞessar myndir eru ekki teknar inni á dásamlega fallegu heimili. Þær eru þó jafnfallegar fyrir það. Um er að ræða innsetningu þar sem leikið er með ímynduð hjón af finnsku og þýsku bergi sem heita Harri og Astrid. Innsetningin er í Vitrahaus í borginni Weil am Rhein og er sett saman af hinni ensku Ilse Crawford og starfsfólki hennar. Hugmyndin var að setja saman húsgögn frá Vitra og Artek, gera ímyndað heimili með öllu því dóti sem þyrfti til að ekki væri annað að sjá en þetta væri „alvöru". Smáatriðin eru mjög mikilvæg og takið eftir öllu því dóti sem er notað og hvernig hlutunum er púslað saman. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –


04 September 2014

HVÍTT SEM HAUST OG VETUR

TÍSKA
Ótrúlega klassískt og fágað en samt svo flott og afslappað. Hvítt og mjúkir ljósir tónar eru litir sem eru virkilega fallegir að hausti og vetri. Ljósar flíkur eiga rétt á sér allt árið og þær er auðvelt að nota sem léttar og þunnar að sumri og klæða sig svo hlýrra í þykkar peysur, skyrtur og buxur þegar laufin og snjókornin falla. Hvítt klikkar ekki! 

– Lesa nánar til að sjá hvítt fyrir haustið og veturinn –03 September 2014

lampar: MIKILVÆGIR ÞEGAR KOMINN ER SEPTEMBER

SMÁATRIÐI
Allt fer þetta í hringi og nú er kominn september og tími til að tala enn og aftur um mikilvægi lampa. Á því þreytist ég ekki! Lampar eru stórlega vanmetnir og fólk er alltof sparsamt á þá. Einn lampi í stofu gerir ekki nærri því nóg og loftlýsing, sama hversu góð og vönduð hún er, nær ekki þeim hlýleika og stemmningu sem lampar ná. Skoðum núna lampa sem kalla ekki á athygli, lampa sem falla inn í uppstillingar, láta lítið fyrir sér fara en gera ósköp mikið. Þeir geta verið af ýmsum toga eins og úr pappa, gleri, það er flott að nota gamaldags skrifborðslampa. Tveir lampar þurfa alls ekki að vera eins á sama borðinu, lampar fara vel inn á milli bóka í hillu, í uppstillingu á bakka og í þröngu horni. Myndirnar sýna nokkrar góðar hugmyndir. 

– Lesa nánar til að sjá allar lampahugmyndirnar –


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...