20 January 2017

LISTAVERK Í ELDHÚSINU 2016

INNI I LISTIR
List í eldhúsinu er eitthvað sem mætti hugsa meira um. List en ekki lyst. Eldhúsið er sá staður sem við eyðum miklum tíma í og þar fer fram mjög mikilvægur hluti fjölskyldulífs. Eldhúsið er jafnframt það herbergi í húsinu sem er hvað mest hannað og hugsað og þegar skipt er um húsnæði er eldhúsið sá staður sem flestir vilja fara í breytingar á. En hvers vegna að eyða öllum þessum peningum í innanhússhönnun, eldhúsinnréttingar og tæki en gleyma svo að klára verkið og klæða eldhúsið fallegum hlutum sem gaman er að hafa í kringum sig? Miðað við notkun ætti eldhúsið að vera hlaðið fallegu dóti og sérstaklega ætti að huga að því að setja þar inn listaverk, málverk og ljósmyndir. Ef það er einhver staður á heimilinu sem slíkt nýtur sín þá er það eldhúsið því fátt keppir við verkið þar inni. Eldhúslist vakti athygli mína 2016 og ég hvet ykkur til að hafa í huga heima við. Lesa nánar til að sjá myndirnar. 


19 January 2017

SPEGLAR 2016

INNI I SKREYTINGAR
Já, speglar 2016. Þú getur alltaf á þig speglum bætt. Ég sá margar fallegar myndir og útfærslur á speglum á síðasta ári og finnst virkilega tilefni til að minnast á þá sem góða hugmynd til að hugsa um, ef vilji er til að skreyta heimilið enn frekar. Ef þú ert einungis með spegla heima hjá þér til að skoða sjálfan þig, þá eru ekki nógu margir speglar í lífi þínu er sagt. Öll herbergi græða á því að hafa spegil til annarra en nytsamlegra þarfa. Til að endurkasta ljósi, til að skreyta með, ýta undir glamúr. Hvort sem spegillinn er lítill eða stór, í eldhúsinu eða svefnherberginu – speglar eru mikilvægir í því að skapa ákveðið yfirbragð í rými. Myndirnar sýna á virkilega flottan hátt hvernig má nota spegla á óhefðbundinn hátt og í allt öðrum tilgangi en að spegla sjálfan sig. Lesið nánar fyrir myndirnar. 


18 January 2017

LITIR 2016

INNI I LITIR
Hver er auðveldasta leiðin til að breyta heima? Að mála. Ekkert annað sem kemst næst jafn miklum breytingum og það að skipta um lit og liti á heimilinu. Hvort sem þú ert fyrir dökka liti eða ljósari, litir skipta bara öllu máli. Á hverju ári ná ákveðnir litir að verða vinsælli en aðrir, ákveðin hjarðhegðun myndast í litavali. Það skiptir engu máli, svo framarlega sem fólk er tilbúið til að prófa sig áfram og reyna við liti þá er ég ánægð. Hvað þá ef sá litur fær þann sama aðila til að þróa sig frekar og verða enn djarfari. Það hvaða lit þú velur á heimilið þitt segir mjög mikið, litir eiga að endurspegla persónur heimilisins og hvernig þær virkilega vilja hafa heima hjá sér en ekki hvað öðrum finnst. Ekki hræðast liti, ef kemur fram óöryggi kauptu litaprufur og málaðu á veggi. Sjáðu hvernig birtan fellur á þá, hvort undirtónninn er sá rétt, hvernig liturinn fer með því sem þú átt. Hvort hann hreinlega segir eitthvað um þig og þú fílar hann. Myndirnar sem fylgja eru af ótrúlega fallegum heimilum því þau eru í svo ótrúlega fallegum litum. Lesið nánar til að sjá allar myndirnar. 


17 January 2017

PERSÓNULEIKI 2016!

INNI I PERSÓNULEGT UMHVERFI
Brot af því besta, áhugavert umhverfi! Ég held að það sé ekki vitlaust að taka þessa viku í að taka saman nokkra flokka af fallegum myndbrotum frá síðasta ári. Fara aðeins yfir árið í myndum og tengja okkur inn í 2017. Það er ekki eins og hugmyndaauðgin og krafturinn fylli mann akkúrat þessa myrku morgna og þess vegna er ekki verra að finna fegurðina. Mér finnst ekki vitlaust fyrstu daga nýs árs að fara yfir það liðna, sjá hvað mann langar að gera á því nýja, hvað er framundan og hvernig árið virðist leggjast séð fram í tímann. Einnig að velja það að sjá það fallega og skynja hversu fegurðin er mikilvæg og að hún er alls staðar kjósi maður að sjá hana yfirleitt. Skoðum í fyrsta kasti myndir sem virkilega sýna brot af persónulegum heimilum. Ég held að fyrir áhugasama um heimili og lifandi hönnun, þá ætti persónulegt og umvefjandi umhverfi að vera markmið ársins. Ýtið á lesa nánar til að sjá allar myndirnar sem fylgja. 

13 January 2017

KVÖLDSTUND VIÐ ARINELD

LIFUN I STEMMNING


05 January 2017

NÝTT ÁR – RÓLEGT LÍF

LIFUN I LÍFIÐ
Gleðilegt ár kæru lesendur. Við þökkum ykkur allt gamalt og gott og vonumst til að halda sambandinu góðu á þessu nýja ári. Nýtt ár er nánast sem autt blað. Við vitum að daglegt líf heldur áfram en jafnframt að því munu fylgja hæðir og lægðir, gleði og vonbrigði. Hlutir sem við þurfum að taka á. 
Home and Delicious mun loksins eignast nýtt aðsetur með örlítið hækkandi sól sem býður upp á meiri og skemmtilegri möguleika fyrir okkur og lesendur. Það er nóg framundan, stórt og smátt, en á þessum fyrstu dögum nýs árs er dýrmætt að taka það örlítið rólega ef möguleiki er á og velta lífinu fyrir sér. Þar sem ég sit í myrkrinu hérna á Þórsgötunni og skrifa þennan póst, finnst mér ég algjör forréttindapési að vinna heima og stjórna mínu lífi. Við hjónin höfum lagt, og leggjum, mikið á okkur til að það gangi upp. Að vinna heima krefst aga og hann getur farið út yfir öll velsæmismörk, þegar alltaf er kveikt á tölvunni og vikudagarnir renna saman. En með tímanum lærist slíkt og gott skipulag skilar sér í góðum dögum þar sem hversdagurinn er jafn mikilvægur öllum öðrum dögum. 
Þessa fyrstu daga ársins rennur eitthvað svo margt í gegnum hugann. Það er gott að geta spáð og spekúlerað, áttað sig á því sem er framundan. Sérstaklega því sem mann langar til að árið beri í skauti sér. Maður getur fengið einhverju ráðið um innan um allt sem kemur upp án þess að við getum gert neitt í því. –Við getum ráðið því að eiga líf sem er rólegt, afslappað og laust við tilbúna streitu, þar sem gengið er í verkin sem skipta raunverulega máli. Forgangsraðað og verið í kringum fólk sem gleður mann. Tileinkað okkur jákvætt hugarfar sem fleytir okkur áfram. Skapað okkur persónulegt umhverfi þar sem okkur líður best og við erum við sjálf. Það eru nýársheit Home and Delicious. Gleðilegt ár.22 December 2016

SKREYTUM SMÁ MEIRA

INNI I JÓL
Eigum við ekki að spá aðeins meira í jólaskrautið og koma með nokkrar fallegar hugmyndir í viðbót? Myndirnar sem fylgja eru frá House Doctor, virkilega vandaðar og stílhreinar. Uppfullar af hugmyndum sem nýtast vel og má auðveldlega heimfæra. Lesið nánar til að sjá myndirnar.


19 December 2016

MÁNUDAGSJÓLAMIX

INNI I JÓL

Mánudagur fyrir jól. Skoðum bara fallegar myndir og finnum fyrir jólaanda. Einfaldleiki og afslöppun fylgir þessum myndum. Stemmning og hugmyndir fyrir skemmtilegt andrúmsloft. Nokkur hvít korn hafa fallið í morgun í Reykjavík, eigum von á meiru og svo virðist ætla að verða um allt land. Í huga margra er snjórinn forsenda þess að eitthvað sé jólalegt og það ætti að styttast í það. Lesið nánar til að skoða jólalegar myndir. 15 December 2016

RAUÐAR RJÓMAOSTAFLAUELSKÖKUR

MATUR I BAKSTUR
Það var áferðin og liturinn sem heillaði mig við þessar kökur þegar ég hnaut um uppskriftina. Líka það að í henni væri rjómaostur sem er smá öðruvísi. Baksturinn tók nákvæmlega enga stund og einkunnagjöf heimilisfólks var óumdeild: Bara bestu kökur sem ég hef smakkað! Það er ótrúlegt, þær eru hrikalega góðar en líka svo fallegar. Í framhaldinu ætla ég að nota sömu deigblöndu, sleppa matarlitnum og skella einum Rolo-mola í miðju kúlunnar. Á eftir að birta myndir af þeirri tilraun. En ég skora á ykkur að prófa þessar, þær sviku ekki á mínu heimili. Lesið nánar til að nálgast uppskriftina. 


14 December 2016

HVERNIG MÁ GERA ENN MEIRA KÓSÝ FYRIR JÓLIN?

INNI I MOTTUR


Hvernig verður allt enn meira kósý fyrir jólin? Spurning sem kemur oft upp. Hvað ætti að gefa heimilinu í jólagjöf? Mín skoðun er að gefa því mottu eða mottur. Ég veit nefnilega að það eru ekki margir sem eru mottusafnarar og geta valið úr mottum heima, þvert á móti. Mottur gera útslagið, eins og þið hafið heyrt mig tala um mjög, mjög oft. En þær gera líka útslagið fyrir jólin, til að breyta og bæta heima við. Það má fá mottur í öllum verðflokkum í verslunum. Hvernig væri ein mjög stór? Eða ein stór og önnur miðlungs stór ofan á henni? Ein stór og önnur miðlungs á stærð í sama rými? Möguleikarnir eru margir og skoðið myndirnar til að fá hugmyndir. Takið t.d. eftir mottunni á mynd númer tvö (að neðan). Hvernig henni er komið fyrir undir stólunum en stór hluti hennar látinn standi aftan við stólana. Þar má gera aðra uppstillingu eins og borðinu er fyrir komið á myndinni. Skoðið vel með því að lesa nánar. 


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...