20 October 2014

VETRARFRÍ OG FARIÐ Í SVEITINA

FERÐALÖG
Gott vetrarfrí er virkilega vel þegið. Það skiptir skólaárinu ágætlega niður. Fyrri hlutanum er lokið, sá seinni að hefjast og líka margt skemmtilegt framundan. Við skruppum í sveitina enda alltof langt síðan við vorum þar vegna flutninga. Smá erfitt að hoppa í burtu þegar verið er að koma sér fyrir og gaman að vera heima. En þar sem ég kom síðustu kössunum fyrir (undir stiganum að vísu) núna fyrir helgina, og rest af dóti fer í geymsluna, þá var hárrétti tíminn til að skreppa aðeins í burtu. Og þetta er nú ansi kósý. Smá bilur úti, pínu hvít jörð en alls ekki eins og var búið að spá. Að vísu er aldrei mikill snjór hérna hjá okkur á þessu svæði norðvestanlands. Óneitanlega kemur upp smá jólafílíngur og Kaja vildi piparkökur, sem hún að vísu elskar, en það er lygilega stutt í þetta allt. Tímarnir eru svo breyttir og það sem ég er virkilega ánægð með er að vikurnar fram að jólum eru bara stemmningstími. Það er þitt að ákveða hvort allt er að miðast við jólin sjálf eða bara tímann í heild sem ljúfa skemmtun. Þetta vetrarfrí er því andlegur undirbúningur undir veturinn, sem formlega skellur fljótlega á, og þann tíma sem framundan er. Ýtið á lesa nánar hnappinn fyrir neðan myndina til að sjá fleiri myndir.– Lesa nánar fyrir fleiri myndir  –


15 October 2014

5 HEIMILI: MARGT SPENNANDI AÐ SKOÐA

HEIMSÓKNIR1

Fimm heimili sem gaman er að fletta í gegnum og skoða. Þar sem ég hef ekki náð að setja inn eins mikið efni á Home and Delicious og ég hefði viljað undanfarið, ákvað ég að sýna ykkur fimm innlit í einu til að bæta það aðeins upp. Allt eru þetta heimili sem eru virkilega falleg en jafnframt nokkuð ólík. Heimili full af smáatriðum sem gætu nýst ykkur heima! Athugið að með því að ýta á myndirnar farið þið beint inn á slóðirnar þar sem innlitin er að finna, síður sem ég skoða reglulega í gegnum Bloglovin en ég mæli eindregið fyrir áhugasama að nota þá leið. Bloglovin merkið er hér á síðunni okkar. Þið einfaldlega ýtið á það og fylgið fyrirmælum.

– Lesa nánar til að skoða fleiri heimili –


13 October 2014

NÚ ER ÞAÐ PEYSUVEÐUR

TÍSKAHeiður himinn á þessum árstíma þýðir engan óskaplegan hita í lofti sem aftur þýðir nauðsyn á hlýjum peysum. Þær halda á okkur hita inni sem úti og fyrir kuldaskræfur eins og mig þá eru hlýjar peysur það sem ég þarfnast til að lifa veturinn af. Þessar á myndunum væru virkilega fínar til þess brúks. Notagildið mikið. Hægt að vera í þykkara og þynnra innan undir og klæða upp og niður. Já, eins og sniðnar fyrir íslenska veðráttu. 

– Read more to see all the photos of the sweaters I picked –


10 October 2014

habitat 50 ára: HEIMA ER BEST

INNANHÚSSHÖNNUN
Vörumerkið Habitat er orðið 50 ára. Áfanganum er fagnað á glæsilegan hátt með nýrri og gamalli hönnun í bland og m.a. frá stofnanda Habitat Sir Terence Conran. Ég verð að viðurkenna sérstakan áhuga á Habitat yfir höfuð. Mjög ung hreinlega elskaði ég að fara í Habitat-verslunina á Laugavegi og á ennþá fyrsta húsgagnið sem ég eignaðist þaðan. Þegar við Gunnar byrjuðum að búa keyptum við töluvert af dóti frá Habitat sem og á næstu árum. Nú nýlega hefur merkið og vörurnar þaðan gengið svolítið í endurnýjun lífdaga og mjög margt fallegt hefur verið til. 
En Habitat var ekki stofnað sem einfalt vörumerki utan um húsgögn. Það var svo miklu meira að baki. Djúp hugsun utan um alla grunnþætti hönnunarinnar sem og heildarhugsun utan um alla hönnunina. Heimilið skyldi vera griðastaður og þar átti manni að líða best. Vönduð og tímalus hönnun átti að vera á viðráðanlegu verði og fyrir alla. Í þessari hugsun fólst ákveðið frelsi fyrir fólk sem var í takti við þær þjóðfélags- og lýðræðislegu breytingar sem vestræn samfélög voru að ganga í gegnum. 

Habitat á Íslandi fagnar að sjálfsögðu afmælinu eins og allir aðrir. 20 prósenta afsláttur er af öllum Habitat-vörum í október og á laugardaginn verður heljarinnar húllumhæ í versluninni Tekk sem er umboðsaðili á Íslandi. Tilboð, skemmtiatriði og veitingar í boði allan daginn. Góða skemmtun! – Ýtið á lesa nánar hnappinn til að sjá fleiri myndir –


08 October 2014

H&D fréttir: HOME AND DELICIOUS ÍBÚÐIR

HOME AND DELICIOUS
– Fljótlega verða opnaðar HOME AND DELICIOUS ÍBÚÐIR –

Það er einmitt það verkefni sem hefur tekið tíma okkar síðustu mánuði. Við höfum verið vakin og sofin yfir verkefninu; dreymt, skapað, hannað, gert upp þetta gamla hús í miðbæ Reykjavíkur. Flutt inn í það sjálf. Við erum að víkka út hugmyndina að Home and Delicious og nú mjög fljótlega opnum við og förum í að leigja út þrjár fullbúnar íbúðir. 
Þær eru innréttaðar í anda Home and Delicious. Tvær þeirra eru í sama húsi og við búum í en sú þriðja er í gömlu steinhúsi í garðinum okkar. Allt er verkefnið unnið með það í huga að skapa afslappaða, fallega og vandaða umgjörð utan um hús og heimili þar sem fólki á að þykja gott að vera. Áhugavert og eftirminnilegt að koma. 
Íbúðirnar verða tilbúnar fljótlega en Gunnar fór einn rúnt um þær og tók nokkrar myndir. Þær eru fulluppgerðar, málaðar og innréttaðar. Húsgögn komin inn en enn vantar upp á að þau séu á réttum stöðum og sömuleiðis eiga smáhlutir og skraut eftir að setja punktinn yfir i-ið.

Fyrir áhugasama má fá frekari upplýsingar um íbúðirnar í gegnum tölvupóst á info@homeanddelicious.com. 

Myndir Gunnar / Home and Delicious
06 October 2014

innanhússstílisti: KATE IMOGEN WOOD

INNANHÚSS
Það er alltaf gaman að sjá og finna fallegar myndir sem maður hefur ekki séð áður. Kate Imogen Wood er innanhússtílisti frá Lake District í Englangi sem nú býr og starfar í Kaupmannahöfn.  Hún hefur lengi haft áhuga á öllu sem snýr að danskri hönnun og vill gjarnan að húmor og gleði komi fram í vinnu sinni ásamt persónulegu yfirbragði. Ég valdi nokkrar myndir af síðunni hennar sem fönguðu mig strax við fyrstu sýn. Þær hafa dökkt yfirbragð, steypu, plöntur og hlýlegan blæ sem skiptir máli að mínu mati til að myndir nái til manns. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar frá Kate –


02 October 2014

tískuvika: RAUNVERULEGT FYRIR ÞIG II

TÍSKA
Nú þegar tískuvikurnar fyrir vor og sumar 2015 eru á enda er ekki úr vegi að fara aðeins yfir nokkrar street-style myndir eins og ég gerði eftir tískuvikuna í New York. Þá valdi ég myndir sem ég hafði stoppað við á þeim forsendum að þær veittu innblástur og ég fyndi í þeim notagildi fyrir sjálfa mig. RAUNVERULEGT FYRIR ÞIG kallaði ég greinina og hér skulum við taka saman seinni hlutann og skoða myndir frá París. Vonandi veita myndirnar ykkur innblástur.

– Lesa nánar til að sjá margar myndir –


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...