19 August 2014

heimili: RALP LAUREN Í HVERJU HORNI

INNANHÚSS
Bóhemískur elegans! Ekki frábær þýðing en segir það sem þarf að segja. Ile Saint-Louis er ný lína frá Ralph Lauren Home sem eins og margar aðrar frá honum er virkilega falleg. Ég er svo ánægð með hann þegar hann fer út í þessa blöndu á ólíkum stílbrigðum eins og hérna. Lauren getur verið virkilegur meistari á því sviði en fer samt aldrei út fyrir þennan elegant ramma sem einkennir hann. Hérna er það afslappað bóhem sem mætir smá hefðbundnari týpu og saman verða þeir skemmtileg blanda. Takið eftir smáatriðunum: Hæðinni á ljósakrónunni, textíl í gardínum, vegglampanum í borðstofunni, staðsetningu á lampanum yfir eldhúsvaskinum og litla borðinu í horninu á baðinu. Virkilega flott atriði sem má nota heima! 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –


18 August 2014

mánudagsmix: FYRSTU MYNDIRNAR

INNANHÚSS
Nú er mánudagur og vika frá síðasta pósti hér á Home and Delicious. Alltof langt en lagast héðan í frá. Það er bara svo ansi mikið sem fylgir því að flytja og standa mitt í þessu verkefni okkar. Það eru tíu dagar síðan við fluttum í þetta dásamlega hús og okkur líður svo vel. Gunnar hefur sett inn nokkrar Instagram-myndir sem ég læt fylgja þessum pósti. Þetta eru fyrstu myndirnar af heimilinu og langt í land and allt sé komið á sinn stað and ágætis mynd komin á hlutina.
Það er dökk og blá umgjörð í íbúðinni, gluggar, listar og hurðir eru í hvítu. Gólf í gráu, flot og parket. Allt er svo hreint og dásamlegt að það truflar ekki að enn vanti þetta persónulega dót sem fylgir okkur  og sérstaklega ljósmyndir sem segja okkar sögu. En það líður ekki á löngu þar til við skellum okkur í að velja það saman og hengja upp. Það gerist margt hérna innan húss á hverjum degi. – Lesa nánar fyrir fleiri myndir –


11 August 2014

mánudagsmix: TIL AÐ MUNA OG BLÁSA Í BRJÓST

INNBLÁSTUR
Það að flytja og fara í algjörlega annað umhverfi er skemmtilegt verkefni sem krefst þess að maður skipti aðeins um gír. Ég segi það vegna þess að við höfum búið nokkuð lengi í mjög opnu rými en vorum að flytja í gamalt hús frá 1928 þar sem skipulagið er algjörlega ólíkt. Í opna rýminu var ég alltaf að spá í hvernig mætti skipta því niður í kósý svæði og eitthvað að breyta en núna hefur hvert herbergi sitt hlutvert. Ég skal viðurkenna að ég var orðinn þokkalegur sérfræðingur í opnum rýmum og hvernig má leika með þau á áhugaverðan hátt.
Á nýjum stað er nánast allt breytt fyrir utan dótið okkar! Við höfum á löngum tíma unnið að endurbótum á húsinu með góðu fólki og spáð gríðarlega mikið í liti og samsetningar, efni og áferð, skipulag og notkun á rými. Nú heldur verið bara áfram og margt sem á eftir að gerast á næstu vikum. Húsið á eftir að fá margþætt hlutverk á vegum Home and Delicious.
Myndirnar sem fylgja eru nokkrar af mjög, mjög mörgum sem ég hef horft á við þessa vinnu. Þær hafa veitt innblástur en mest látið mig muna hitt og þetta sem ég hef séð fyrir mér; borðið í geymslunni fær nýtt hlutverk, mála gamlan spegil í vegglit, litla hillan passar í borðstofuna og svo framvegis. Vonandi hafið þið jafn gaman af að kíkja á þessar myndir og ég.
Allar myndir úr Pinterest möppum Home and Delicious
08 August 2014

ÆVINTÝRI
Eins og þið hafið tekið eftir þá hafa ekki dottið inn margir póstar undanfarið frá okkur. Við tókum okkur smá frí frá þeim, fyrir ykkur og okkur. Við höfum verið mikið á ferðinni, í sveitinni og svo í því verkefni sem hefur tekið mikinn tíma undanfarna mánuði og við vígjum að hluta núna í kvöld. Erum nefnilega að flytja og eins og allir vita þá er það smá pakki! Það er nýtt ævintýri í uppsiglingu sem fylgir þeim flutningum, sem við munum birta af myndir á næstunni. Um leið og við erum nettengd á nýjum stað munum við byrja af kappi að setja inn skemmtilegt efni á Home and Delicious. Góða helgi allir! 

04 August 2014

ÁGÚSTphoto hbg

25 July 2014

tíska: SUMARHATTAR
Hattur er alltaf góð hugmynd, frábær aukahlutur sem virkilega er áberandi og setur tóninn. Tilgangur yfir sumarið er að skýla okkur fyrir sólinni! Yfir veturinn er hann góður til að verja okkur fyrir regni og snjókomu. En við þurfum ekki að horfa í tilganginn til að setja upp hattinn. Ég held reyndar að oftar en ekki skorti einhverja sjálfstraust til að nota hatt en svo ætti sannarlega ekki að vera. Gerum og verum eins og við viljum.

– Lesa nánar til að sjá hattana og hugmyndir hvernig má nota þá – 


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...