29 October 2014

LITIR: MEIRA MEIRA

INNANHÚSS
Ég ákvað að skrifa meira um liti, málningu og notkun á litum því staðreyndin er sú að það er það sem fólk er sífellt að spyrja mig um. Það langar til að breyta heima með því að mála í litum og með litum meina ég í öðru en hvítum lit. Fólk er forvitið um liti og þykir spennandi að sjá herbergi í allt öðrum lit en það hefði nokkurn tímann prófað sjálft, hvort sem því líkar það svo eða bara alls ekki. Það þekki ég líka vel. Og mér finnst gaman að því. Litir breyta svo óskaplega miklu í rými en þá verða þeir að vera notaðir í einhverjum mæli svo breytingin verði afgerandi. Myndirnar sýna heimili sem sænski ljósmyndarinn Jonas Ingerstedt myndaði og eru "litrík" á sinn hátt, veggir og húsgögn, og þessu tvennu telft saman. Myndirnar eru teknar fyrir sænska málningarframleiðandann Alcro. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –


28 October 2014

DÖKKT, BLÁTT OG HRÁTT – BEPPE BRANCATO

LJÓSMYNDUN
Ég veit, þetta er rosalega falleg mynd sem ég varð að grenslast meira fyrir um. Herbergið í heild, liturinn, gólfið og hillurnar. Myndin er tekin af ítölskum ljósmyndara sem heitir Beppe Brancato og hann hefur unnið fyrir mörg þekkt tímarit. Á síðunni hans sýnir hann myndir og þætti sem hann hefur tekið og ég stóðst ekki mátið og valdi nokkrar sem ég virkilega heillaðist af. Ýtið á lesa nánar hnappinn til að sjá myndirnar. 

– Lesa nánar til að sjá myndirnar –


23 October 2014

MÁLNING SKIPTIR MÁLI

INNANHÚSS
Frá því við settum hérna inn grein um Home and Delicious íbúðirnar sem við erum að vinna að og birtum nokkrar myndir, hafa komið margar fyrirspurnir um málninguna og litina sem við notum. Undanfarin tvö ár höfum við málað með Lady málningu frá Jötun, sem fæst í Húsasmiðjunni,  og mælt óspart með henni. Mött áferð hennar er einstök og þegar horft er djúpt á hana (fyrir þá sem virkilega sökkva sér í þetta) þá sést hvað hún þekur vel og einhvern veginn skilar sér í mikilli dýpt og jafnframt mýkt sem við sækjumst eftir. Sérstaklega á þetta við um alla blandaða liti og dökka sem við erum einmitt að nota. 
En málið er ekki bara þessi fallega áferð heldur líka fallegir litir sem litasérfræðingar Jötun setja saman í litapalettur og gefa út í bæklingum. Ég skora á alla þá sem eru að velta því fyrir sér að mála að skoða bæklingana frá Jötun (þá má sjá hér). Taka djarfa skrefið og mála í litum, ekki bara einn vegg heldur miklu fleiri. Myndir frá Jötun fylgja hér með. Ýtið á lesa nánar hnappinn hér fyrir neðan neðri myndina til að sjá þær. – Lesa nánar til að sjá fleiri myndir –

21 October 2014

H&D MÆLIR MEÐ...

HÖNNUN
Ikea Senior pottunum. Svo sannarlega því við eigum einn stóran í bláu sem við höfum notað út í eitt. Við gerum mikið af því að hægelda mat og potturinn stendur fullkomlega undir þeim kröfum sem við gerum. Passar á langar hellur á eldavél og er góður í ofninn. Það er auðvelt að þrífa hann og halda honum fallegum. Ljósi liturinn er nýr hjá Ikea og ég hefði ekkert á móti því að eiga potta í þeim lit. Finnst hann koma vel út. 
KÖFLÓTTAR KÁPUR: GLÆSILEGAR YFIRHAFNIR

TÍSKAKöflóttar, stuttar kápur. Yfirhafnir á milli þess að falla í kápu- og jakkaflokk. Ég virkilega fell fyrir þessum tveimur. Sú efri er Tommy Hilfiger og mér þætti gaman að vita meira um þessa á minni myndinni. Yfirhafnir eins og þessar gera mikið fyrir einfaldan fatnað, eru pínu áberandi og lyfta því sem undir er í hærri hæðir. 

20 October 2014

VETRARFRÍ OG FARIÐ Í SVEITINA

FERÐALÖG
Gott vetrarfrí er virkilega vel þegið. Það skiptir skólaárinu ágætlega niður. Fyrri hlutanum er lokið, sá seinni að hefjast og líka margt skemmtilegt framundan. Við skruppum í sveitina enda alltof langt síðan við vorum þar vegna flutninga. Smá erfitt að hoppa í burtu þegar verið er að koma sér fyrir og gaman að vera heima. En þar sem ég kom síðustu kössunum fyrir (undir stiganum að vísu) núna fyrir helgina, og rest af dóti fer í geymsluna, þá var hárrétti tíminn til að skreppa aðeins í burtu. Og þetta er nú ansi kósý. Smá bilur úti, pínu hvít jörð en alls ekki eins og var búið að spá. Að vísu er aldrei mikill snjór hérna hjá okkur á þessu svæði norðvestanlands. Óneitanlega kemur upp smá jólafílíngur og Kaja vildi piparkökur, sem hún að vísu elskar, en það er lygilega stutt í þetta allt. Tímarnir eru svo breyttir og það sem ég er virkilega ánægð með er að vikurnar fram að jólum eru bara stemmningstími. Það er þitt að ákveða hvort allt er að miðast við jólin sjálf eða bara tímann í heild sem ljúfa skemmtun. Þetta vetrarfrí er því andlegur undirbúningur undir veturinn, sem formlega skellur fljótlega á, og þann tíma sem framundan er. Ýtið á lesa nánar hnappinn fyrir neðan myndina til að sjá fleiri myndir.– Lesa nánar fyrir fleiri myndir  –


15 October 2014

5 HEIMILI: MARGT SPENNANDI AÐ SKOÐA

HEIMSÓKNIR1

Fimm heimili sem gaman er að fletta í gegnum og skoða. Þar sem ég hef ekki náð að setja inn eins mikið efni á Home and Delicious og ég hefði viljað undanfarið, ákvað ég að sýna ykkur fimm innlit í einu til að bæta það aðeins upp. Allt eru þetta heimili sem eru virkilega falleg en jafnframt nokkuð ólík. Heimili full af smáatriðum sem gætu nýst ykkur heima! Athugið að með því að ýta á myndirnar farið þið beint inn á slóðirnar þar sem innlitin er að finna, síður sem ég skoða reglulega í gegnum Bloglovin en ég mæli eindregið fyrir áhugasama að nota þá leið. Bloglovin merkið er hér á síðunni okkar. Þið einfaldlega ýtið á það og fylgið fyrirmælum.

– Lesa nánar til að skoða fleiri heimili –


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...