11 October 2015

Í LJÓSASKIPTUNUM

LJÓSMYNDUN

Sunnudagur, 18:17.
Hlaupið að Sótafelli á Vatnsnesi.
Ísland.
Gunnar Sverrisson / Home and Delicious10 October 2015

OKTÓBERMORGUNN

LJÓSMYNDIR

Laugardagur, 09:10.
Vesturhópsvatn á Vatnsnesi.
Ísland.08 October 2015

„KÓTILETTA" MILANESE

MATUR

Þetta er alls ekki uppskrift af kótilettum upp á íslensku en á ítölsku heitir rétturinn cotoletta alla milanese og mér fannst bara rétt að þýða hann beint! Milanese, eins og við köllum þennan rétt alltaf, er dæmi um mat sem má bjóða allri fjölskyldunni. Litla skottið okkar, sem nánast ekkert kjöt vill borða, samþykkir þetta algjörlega. Lesa nánar fyrir uppskriftina. 06 October 2015

HAUST Í LITUM 2015

LJÓSMYNDIR

Þessir ótrúlegu haustlitir okkar eru farnir að birtast og styrkjast. Þegar við keyrðum úr bústaðnum okkar í gær og í gegnum Borgarfjörðinn mátti Gunnar til með að stoppa og smella  af nokkrum myndum fyrir haust 2015! Litirnir voru nánast óraunverulegir þar sem birtuskilyrði voru fullkomin til að magna og styrkja litina í allri sinni dýrð. 04 October 2015

MÁNUDAGSMIX

INNI
Stemmning og allt í bland á mánudegi til að komast af stað inn í vikuna. Hvítt og ljóst yfirbragð og umgjörð í bland við dekkri tóna. Náttúruleg áhrif og persónuleg tilfinning í myndunum sem bera með sé afslappað umhverfi. Margar myndir fylgja ef ýtt er á lesa nánar hnappinn. 


30 September 2015

ÞÆGINDAMATUR FYRIR ALLAN PENINGINN

MATUR

Þetta er þægindamatur af fyrstu gráðu – pasta með grænum baunum, beikoni, blaðlauk, rjóma- og parmesansósu. Réttur sem fellur algjörlega í þann flokk sem kallast „comfort” food á ensku, eða þægindamatur. Matur til að snæða þegar farið er að kólna og dimma. Á að hafa það huggulegt, við kertaljós, teppið í sófanum, hlýir sokkar, ítalskt vín í glasi fyrir þá sem það vilja. Alveg ljóslifandi mynd, ansi mikið uppsett og pínu klén en einhvern veginn kemur hún samt upp í hugann! En skiptir ekki máli, a.m.k. góður og djúsí réttur sem mann langar til að elda aftur og það eru meðmæli í endalaustri flóru mataruppskrifta. Reyndar er þetta hefðbundinn, ítalskur réttur þar sem sætleika baunanna er teflt saman við salt beikonið og kremuð áferðin mýkir allt í munni. Lesa nánar til að sjá uppskriftina. 


26 September 2015

TORTA CAPRESE – FYRIR HELGINA

MATUR
Á þeim unaðsstað Capri á Ítalíu, gistum við í „hinum” bænum á eyjunni sem heitir Anacapri. Algjörlega yndislegt, fallegt og skemmtilegt. Eins og á flestum öðrum stöðum fengum við þar mjög góðan mat en það var kaka í morgunmatnum á hótelinu sem stelpurnar okkar urðu sérlega hrifnar af – Torta Caprese. Súkkulaði- og möndlukaka, ættuð frá Salerno, sem er borg í krika Amalfiskagans. Kakan ber þó nafn eyjarinnar alveg eins og hin fræga samsetning af tómötum og mozzarella gerir. Kakan er mjúk og seiðandi og sérlega einföld. Hentugur eftirréttur eða eins og heillaði ungu dömurnar…sem morgunmatur! Ekki slæm hugmynd fyrir helgina. Lesa nánar fyrir uppskriftina. 


24 September 2015

TÍSKAN ER MÆTT!

TÍSKA
Það er lygilega langt síðan ég setti síðast inn póst um eitthvað fatakyns. Föt og tísku sem ég er samt virkilega mikið fyrir! Stærsta ástæðan er sú að ég tók mér hlé á Pinterest og þess vegna hef ég ekki verið með endalausan straum fyrir framan mig og því ekki margar nýjar myndir. En ég bætti úr því í gær þegar ég ákvað að fara að pinna á ný, svona upp á allt og allt. Í dag er ég þess vegna með myndir sem ég setti inn í gær og finnst virkilega flottar. Þær eru ekki flóknar í útliti og samsetningum, en það er heldur ekki ÉG. En það er eitthvað flott við þær í einfaldleikanum; litir og áferð og það hve þær henta vel í hversdagsleikanum! Þetta eru föt sem eru til daglegra nota. Samsetningar sem við getum notað með það sem við eigum. Þannig hugsa ég alltaf. Myndirnar eiga að gefa okkur hugmynd  að því hvernig við getum sett saman það sem er í skápnum. Ef okkur langar að bæta við þá hugsum við það út frá því sem er til og hvernig eitthvað nýtt bætir nýju lífi í flóruna! Lesa nánar fyrir allar myndirnar. 


22 September 2015

LITRÍKARA LÍF

INNANHÚSS


Ég hef séð fulla ástæðu til þess undanfarin árstíðaskipti að segja fá nýjum litalínum sem málningarfyrirtækið Jötun gefur út. Vegna þess að það er staðið einstaklega vel að verkinu, litirnir eru sérlega vel valdir og settir saman í litapalettu og þeir eru jafnframt með notagildi. Að þessu sinni eru þrjú litakort sem gefin eru út; bláa línan, ljósa línan og jarðtóna línan. Bláa línan er falleg og ljósu litirnir með henni (ekki skrýtið að við höllumst að henni, með heimilið okkar blátt undanfarin ár!). En  fyrir þá sem vilja jarðtóna og út í grænt þá eru þeir litir líka svakalega fínir og mildir. Við notum sjálf grænt í einni Home and Delicious íbúðinni og það kemur að mínu mati verulega fallega út. Ljósa litakortið er þó líka áhugavert. Þar er sýnt á myndum hvað réttur ljós tónn skiptir miklu máli eftir eðli íbúðar og húss, húsgögnum og tónum sem notaðir eru innan heimilisins. Ljósmálað heimili ætti nefnilega alls ekki alltaf að vera hvítt. Það getur komið svo miklu betur út að nota mjög ljósan tón með undirtóni sem hentar miklu betur við gólfefnið, húsgögnin o.s.frv. Lesið nánar til að sjá fullt af myndum. 


21 September 2015

MÁNUDAGSMATUR – FISKPÆ FYRIR FJÖLSKYLDUNA

 MATUR
Ég held að ansi margir séu í því að leita leiða til að láta börnin sín borða og vilja meiri fisk. Fiskibollur eru ávallt vinsælar en það þarf eitthvað meira með, ekki satt? Börn vilja hreinlega ekki sömu útfærslur á fiski og fullorðnir og fullorðnir líklegri til að borða það sama og börnin vilja. Hvernig má finna milliveg? Ég eldaði fiskpæ upp á frekar gamaldags máta fyrir stuttu síðan og bauð fjölskyldunni. Þetta er uppskrift sem ég hef lengi haft í huga frá eiginkonu Jamie Oliver og langaði að prófa, sérstaklega á þeim forsendum að börnin þeirra eru víst hrifin! Góður réttur sem má breyta að vild og heimfæra samkvæmt kenjum kokksins og fjölskyldunnar. Eins og oft áður frá okkur þá er uppskriftin oft meira hugmynd til að vinna með og þessi fellur alveg í þann flokk. Ég set hana hérna inn með mínum áherslum og breytingum en hugmyndin er frá þeim hjónum komin. Lesa nánar til að sjá uppskriftina. 


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...