22 July 2014

heimsókn: sænsku smálöndin
Heimili margra sögupersóna eftir Astrid Lindgren – sænsku smálöndin eru heillandi staður. Hér kíkjum við inn í lítið timburhús frá 1900 sem hefur verið lagfært á einfaldan hátt og algjörlega í anda hússins. Ljóst yfirbragð þar sem einföld og gömul timburhúsgögn eru sett saman á frekar bóhemískan hátt svo úr verður skemmtileg og hrá blanda. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –


allt sem við þurfum er...

15 July 2014

innblástur: SVO FALLEGT AÐ HORFA Á
Mig langar bara að setja inn eitthvað fallegt að horfa á þessa sumardaga. 
Eitthvað sem fær mann til að brosa og finna fyrir gleði í hjarta. 

– Lesa nánar til að sjá fallegar myndir –


14 July 2014

mánudagsmix: ALLT SEM ER FRANSKT FRANSKT...
Við rétt náum í skottið á mánudeginum og fögnum þessum mínútum á frönskum nótum í tilefni af þjóðhátíðardegi Frakka. Heilsum á franska vísu, sláum um okkur með fleygum orðum, heiðrum franskar rendur og franskar konur sem eru alveg með þetta þegar kemur að tískunni! Ýtið á lesa nánar hnappinn fyrir neðan neðri myndina. 
11 July 2014

umhverfis jörðina: SKIPULEGA
Ákveðum það að fara í ferðalag og skipuleggjum okkur vel.
Finnum þann stað sem okkur hefur alltaf langað að heimsækja og ...förum.
Vonandi verður helgin góð og nokkuð skemmtileg.
Hafið það sem allra best. 

– Lesa nánar fyrir frekara skipulag –


10 July 2014

umhverfis jörðina: Á STUTTBUXUM
Við þennan póst inni á ensku síðunni okkar var ég aðeins að útlista veðrið hér á Íslandi þetta sumarið (hér á suð-vesturhorninu). Ég sagði þar að ég yrði að gera játningu og hún væri sú að ég hefði aldrei farið í stuttbuxur þetta sumarið, sumarfötin væru enn í kassa niðri í geymslu og það væri frekar erfitt að gera sumarlega pósta inn á síðuna því ekkert benti til sumars. Vá, frekar neikvætt en samt ekki. Staðreynd, er ekki svo? 
Nú þegar við fjölskyldan erum að fara í hringferð, eins og við reynum að gera á hverju sumri, þá er ekki eins og ég sé að pakka mjög léttum fötum. Þetta eru miklu frekar haustdress en eitthvað annað, þá er ég ekki að taka með hlý innanundirföt sem maður þarf alltaf að hafa með sér þegar gist er í tjaldi. Þetta er alveg ferlegt! 
Vegna þess að veðrið var skelfing í dag þá ákvað ég að hugsa um stuttbuxur af ýmsum gerðum og reyna og muna tilfinninguna að finna sólina verma fæturna og jafnvel sjá pínu sólbrúnku. Það hefst víst ekki nema með ímyndun að þessu sinni. Njótum okkar í stuttbuxum umhverfis jörðina.

– Lesa nánar fyrir stuttbuxur  – Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...