01 October 2014

SPEGLAR: SKIPTA MÁLI

SMÁATRIÐI
Speglar eru, satt að segja, alltof sjaldan notaðir nema bara í hefðbundnum tilgangi. Það er of lítið um það að spegill sé settur upp eingöngu til skrauts, notaður á óhefðbundinn hátt og á óvenjulegum stað. Speglar láta lítil rými virka stærri, það er staðreynd. En það skyldi aldrei hugsa of formlega um spegla og notagildi þeirra, einmitt eins og myndirnar sem fylgja sýna svo vel. Þeir eru sannir skrautmunir og áhrif þeirra eru líklega einna mest af þeim hlutum sem notaðir eru á þann hátt. Stórir og litlir, hengdir hátt eða lágt, margir í röð eða standandi á gólfi. Endilega kannið áhrifin! 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –30 September 2014

MIÐJARÐARHAFIÐ FLÆÐIR INN: ferskt, einstakt og öðruvísi

HEIMSÓKN

 


Hvað með útsýnið sem eigendur þessarar íbúðar á frönsku rivíerunni hafa? Miðjarðarhafið flæðir bókstaflega inn og þegar slíkt er í gangi þarf ekki mikið annað. En þetta er skemmtileg íbúð og innréttuð og skreytt á áhugaverðan hátt. Umgjörðin er hvít og fersk, flísarnar eru áberandi og hæfa staðsetningunni og stílnum, eldhúsið matarlegt, speglarnir skemmtilega öðruvísi og einblínt á hvítt keramik til skrauts. 

– Ýtið á lesa nánar hér að neðan til að sjá allar myndirnar –


25 September 2014

gallapils: HNÉSÍDD

TÍSKA
Sannir unnendur gallaefnis kætast þegar gallapils komast aftur í tísku (þótt þeir fylgi sennilega fáir slíkum straumum). Þeir kætast einnig þegar pilsfaldurinn styttist eða síkkar. Þeir fagna öllum fjölbreytileika þegar kemur að gallaflíkum. Þessar myndir eru fyrir gallafíkla sem og pilsfíkla því gallapilsin auka ekki síður fjölbreytnina hjá þeim. 
1 / 2 / 324 September 2014

KLASSÍKT EN NÚTÍMALEGT: heimili í hag í hollandi

HEIMSÓKN
Hollenska tímaritið VT Wonen er blað sem ég hef alltaf gaman af að skoða þegar ég kemst yfir það. Heimasíðan þeirra getur líka verið skemmtileg að fara inn á. Ég rakst þar á þetta innlit sem mér finnst áhugavert. Heimili í dökkum litum en flæðandi birta, klassískt yfirbragð með gömlum munum í bland við nútímalega umgjörð. Margar myndir fylgja þessari grein. Skora á ykkur að skoða þær. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar –


22 September 2014

mánudagur: AÐ BÚA UM RÚMIÐ SITT

SMÁATRIÐI
Á mánudagsmorgnum getur verið nógu erfitt að vakna, komast fram úr og koma öllum þangað sem þeir eiga að fara. Þá gerist það sennilega mjög oft hjá mörgum að það er ekki tími til að búa um rúmið. Ekki að það skipti neinu máli en kannski hugsa einhverjir að það væri nú ágætt að geta búið um á nánast engum tíma og herbergið lítur aðlaðandi út. Ég vil hafa uppábúið rúm afslappað og súper auðvelt að búa um. Koddana fallega í laginu, gott að stafla þeim upp og alls ekki of marga. Ég fann nokkrar myndir sem sýna vel hugmyndir að því hvernig má búa um og raða púðunum. Fínar hugmyndir fyrir mánudagsmorgna sem og alla aðra morgna vikunnar. 

– Lesa nánar til að sjá hvernig má búa um rúmið alla morgna –


19 September 2014

ÚR LIT Í SVARTHVÍTT

LJÓSMYNDUN
Ekki fyrir löngu síðan birtum við myndir í svarthvítu, skot sem Gunnar tók á heimilinu okkar. Ég ræddi um áhrif þess að hafa slíkar interior-myndir svarthvítar í stað þess að þær væru í lit en jafnframt að forsendur myndanna væru ólíkar. Hér sjáið þið muninn mjög skýrt. Þetta er mynd sem Gunnar tók nánast fyrir tilviljun þegar hann var að skoða myndavélina sína og prófa eitthvað í tölvunni. Áhrifin eru allt önnur. Sú í lit er meira fyrir bækur og tímarit á meðan sú neðri verður meira gamaldags og kannski „listrænni" á einhvern hátt. Vonandi verður helgin ykkur góð!
Mynd Gunnar Sverrisson / Home and Delicious

18 September 2014

SMÁATRIÐIN Í GALLAEFNINU

TÍSKAÆtli ansi margir segi ekki að sú flík sem þeir gætu síst verið án séu gallabuxur. Það er í það minnsta þannig hjá mér og almennt á það við með flíkur úr þykku jafnt sem þunnu gallaefni. Ég hugsaði með mér að ég gæti þannig verið án alls annars í fataskápnum...uhmmmm, en myndi að sjálfsögðu vilja hafa eitthvað aðeins meira þar! En gallaefni er einstakt og fjölbreytileiki þess ótrúlegur. Margir halda enn í þá reglu að ganga ekki í tveimur flíkum úr gallaefni í einu en ég er svo algjörlega óssammála því enda eru slíkar reglur eingöngu til að brjóta. 

– Lesa nánar til að sjá allar myndirnar með gallafatnaði –


Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...