26 May 2016

HÆGELDAÐ LAMB MEÐ PARMESANOSTI OG ÞISTILHJÖRTUM

MATUR I UPPSKRIFT

Það fer einstaklega vel með lambakjöt að hægelda það. Það fer einnig einstaklega vel að hafa með því þistilhjörtu og parmesanost. Samsetningin er frekar óvenjuleg þar sem hjörtun og osturinn er með í pottinum allan tímann. En trúið okkur – þetta er svo góð samsetning að þessi réttur hefur skorað hátt á „uppáhalds-listanum” okkar. Upphaflega hugmyndin er ættuð úr frábærri matreiðslubók sem við eigum og notum mikið.


23 May 2016

ÖÐRUVÍSI STOFA – SKEMMTILEGRA UMHVERFI

INNI I HÖNNUN
Skipulagið í stofunni þarf ekki að vera svona hefðbundið eins og margir sjá fyrir sér. Það má leika sér miklu meira með hlutina en gert er, prófa, breyta og bæta, færa til alveg endalaust til að ná þeirri tilfinningu að verða virkilega ánægður og finna fyrir jafnvægi og flæði í rýminu. Sófi upp við vegg ætti alltaf að vera sófi EKKI alveg upp við vegg. Ekki ýta sófanum alveg upp að veggnum. Um leið og hann er kominn aðeins frá honum og svæði myndast fyrir aftan hann léttist umhverfið. Leikið með ýmis húsgögn stór og smá, sækið eitthvað í stofuna sem var allt annars staðar áður, raðið upp og prófið ykkur áfram. Efri myndin hefur styrkleika í bekknum sem liggur eftir stofuveggnum og hvernig húsgögnin eru nánast eins og bara einhvers staðar. Það myndar afslappandi óformlegheit! Neðri myndin er aðeins pressaðri en samt óhefðbundin. Fyrir utan svarta veggina þá er það borðið staðsett fyrir framan veggborðið sem er mjög óvenjulegt, litli skápurinn undir borðinu og risastóra skálin. Líka mottan ofan á sisal-teppinu. Nýtið ykkur þessar hugmyndir til að skoða og reyna! 

22 May 2016

TEXTÍLL OG BORÐDÚKAR

INNI I SMÁATRIÐI
Þegar við mæðgur yfirgáfum bústaðinn okkar á mánudaginn var, bað ég móður mína að gera mér einn greiða áður en hún færi heim: Leggja fallega hördúkinn sem ég kom með á borðið og setja annan hvítan bómullardúk yfir. Svona eins og á myndinni hér að ofan. Þessi mynd er virkilega falleg. Takið eftir því hve áhrif textíls eru mikil. Dúkarnir gera allt á myndinni og fá mann til að horfa stíft. Ekki vanmeta hversu mikið fallegur dúkur, ekki of presaður þó, getur haft á umhvertfið. Prófið - reynið - gerið! 

18 May 2016

HAFIÐ HUGFAST – ORÐ AÐ SÖNNU

LIFUN I VELLÍÐAN
Inn á milli þess sem við vinnum að markmiðum okkar er hlutur sem kallast LÍF, 
sem þarf að lifa og njóta.  13 May 2016

FIMM BÚSTAÐIR TIL AÐ SKOÐA

INNI I BÚSTAÐIR
Sumarbústaðatíminn er hafinn formlega með hvítasunnuhelginni, þessari fyrstu verulegu ferðahelgi. Í flestum tilfellum eru blessaðir sumarbústaðirnir ekki sérstaklega sumartengdir, heldur heilsárshús. Nafnið er þó alltaf sterkt í þjóðarsálinni frá fyrri tíð þegar ekki var hægt að nota bústaðina nema þegar hætti að frysta. Ég hugsa að fæst þessara húsa séu kölluð sumar-eitthvað. En þau eru samt annað heimili eigenda, bústaðir sem er notið á frítíma. Lesið nánar til að skoða húsin sem fylgja. 

12 May 2016

PORTÚGALSKUR SALTFISKRÉTTUR – FYRIR ALLA FJÖLSKYDLUNA

MATUR I UPPSKRIFT

Nú kemur inn fiskréttur frá okkur á Home and Delicious, gerist ekki nógu oft, kannski vegna þess að HBG finnst ekki alveg nógu gaman að elda fisk en gott að borða hann! GS er mun betri í fisknum og hefur gert ýmsa góða rétti sem mætti gefa hugmyndir að. Þessi uppskrift er ættuð frá Portúgal og hefur einhverra hluta vegna verið elduð handa okkur á páskum af móður og tengdamóður. Þar sem fjölskyldan getur sameinast í því að þykja þessi fiskréttur virkilega góður fannst mér um að gera að fá að birta uppskriftina og leyfa öðrum að prófa. Þið verðið ekki svikin af þessum rétti. Hann kemur virkilega skemmtilega á óvart! Lesið nánar til að sjá uppskriftina.11 May 2016

SAGA MYNDARINNAR – MALIBUTÖFRAR

INNI I HEIMILI
Saga myndarinnar er heiti á nýjum kafla hér á Home and Delicious. Eins og ég hef nefnt oft áður, þá hnýt ég stundum um myndir sem heilla mig rosa mikið og gera mig forvitna um umhverfi hennar. Ég fer að ímynda mér hluti og fabúlera. Finn ekkert meira þar til dag einn, mánaðum eða jafnvel árum seinna...búmm, þarna er hún og saga hennar. Þannig er það með myndina hér að ofan. Mér finnst hún einstaklega falleg og allt við hana. Svo einn daginn þegar ég er að skoða síðu sem ég fylgi, er þá ekki myndin fyrir framan mig og allt um umhverfi hennar. Hún er tekin á heimili ameríska innanhússhönnuðarins Richard Shapiro í Malibu í Kaliforníu. Þið skuluð skoða heildarmyndina sjálf með því að ÝTA HÉR
09 May 2016

NÝTT VERKEFNI – REYKJAVÍK APARTMENTS

LIFUN I HÖNNUN
Síðustu níu mánuðina eða svo hef ég verið svo heppin að vinna að einstaklega skemmtilegu verkefni. Ég hef verið innanhússhönnuður að nýju íbúðahóteli sem er á Vatnsstíg, Reykjavík Apartments, og var opnað fyrir nokkrum dögum síðan. Í heildina er hótelið að verða klárt en samt er alltaf eitthvað eftir. Atriði hér og þar og ýmislegt sem kemur aðeins seinna þar sem sumarið er handan við hornið. Heildarmyndin er þó komin og hér fylgja nokkrar myndir. Íbúðirnar eru í gömlu iðnaðarhúsnæði sem áður hýsti íbúðahótel en allt saman hefur verið gert einstaklega vel upp. Hrátt yfirbragð húsnæðisins nær sums staðar að skína í gegn og bauð mér upp á að halda útlitinu örlítið hráu og einföldu. Ég spila með liti og blandað yfirbragð með sterkum smáatriðum og húsgögnum. Ég mun setja fleiri myndir inn af íbúðunum um leið og eitthvað bætist við. Farið inn á heimasíðu Reykjavík Apartments HÉR


02 May 2016

ELDHÚS: GAMALT OG MUN NÝRRA Í EINUM PAKKA

INNI I ELDHÚS

Vandlega úthugsuð og vel framkvæmd hugmynd að blönduðu herbergi í stíl og umgjörð er alltaf sigurvegari í samanburði við önnur. Slík eldhús ná mér alltaf, ég staldra við og spái í þau. Hvort þau séu svona í raun þar sem íbúarnir elska eldhúsin sín og nota þau til að elda og baka. Eða bara af því að þeim hefur verið stillt upp. Það er samt alltaf hægt að sjá muninn í tilfinningunni í myndinni. Eldhúsin sem hér eru, eru einfaldlega skemmtileg. Ólík í útliti en eiga það sammerkt að það gamla er með því nýrra í að gera eitthvað einstakt. Það efra er meira afslappað rými sem verður miklu meira á endanum en bara eldhús. Það er virkilegur samverustaður. Það neðra er meira akkúrat en skemmtilega uppsett og blandað í efni og litum. Virkilega áhugaverð blanda til að hafa í huga fyrir þá sem eiga einföld og hvít eldhús sem þeir vilja gera meira fyrir. Bæði eru eldhúsin einstök að mínu mati, persónuleg og virkilega öðruvísi. 

eldhús, gamalt og nýtt

01 May 2016

FLJÓTLEGA FRAMKVÆMT

INNI I SMÁATRIÐI
Ein fljótlega framkvæmd hugmynd sem hægt er að hugsa um í upphafi vikunnar og láta svo verða af! Leggja mottur yfir mottur. Ég hef nefnt þetta áður en þar sem mér finnst myndin sem fylgir til að sýna hugmyndina svo falleg, þá fannst mér um að gera að birta hana. Hvetja lesendur til að spá í þessa hugmynd fyrir heimilið, bústaðinn eða annan samastað. Takið eftir hvernig samspil þessara ólíku motta verður að algjörum yndisauka. Ólíkum stílbrigðum er att saman. Útkoman er áhugaverðari en ef þessu hefði verið sleppt. 

Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...