26 September 2016

MÁNUDAGSMIX

INNI I STEMMNING
Við vorum að koma heim úr yndislegu fríi á Sardiníu. Gott veður, sumar og sól, matur og afslappað andrúmsloft. Það er eitthvað svo notalegt við það að dvelja á stöðum þar sem tilveran er ekki alveg eins hröð og maður er vanur. Þótt fólk hafi nóg á sinni könnu þá er daglegt líf metið á annan hátt. Einhvern veginn finnur maður ekki eins mikið fyrir kappi og keppni, það hvað allir hafa svaka mikið að gera! Og það er einhvern veginn ekki sjálfsagt og eðlilegt að finnast maður ekki hafa nógu marga klukkutíma í sólarhringnum og vera mikið að tala um það. Það er tími fyrir fjölskyldu og vini, að setjast niður og borða og njóta. Njóta dagsins í hversdagsleikanum. Nú skulum við koma okkur í mánudaggírinn á slíkum ólegum nótum og skoða fallegar myndir sem veita okkur innblástur fyrir komandi viku. Lesa nánar til að sjá allar myndirnar. 

14 September 2016

SVEFNHERBERGI TIL AÐ DREYMA UM

INNI I HERBERGI
Ikea síðan ameríska hefur á síðunni sinni hugmyndaflipa sem er gaman að skoða. Þar eru rosa margar hugmyndir í anda sænsku síðunnar Livet Hemma og nýlega var ég að skoða og fann tvö virkilega skemmtileg svefnherbergi. Þau eru rúmgóð og sjarmerandi en jafnframt full af góðum og öðruvísi hugmyndum sem má heimfæra á minni rými. Lesa nánar til að sjá myndir af herberginu hér að ofan og einnig er þar að finna annað herbergi ekki síðra. 08 September 2016

GARDÍNUR/TJÖLD SKIPTA RÝMI

INNI I GÓÐ HUGMYND
Það sem mér finnst virkilega flott í Ikea bæklingnum nýja er notkun á gardínum/tjöldum til að skipta rými eða sem tjöld fyrir skápa og hurðagöt. Ég hef alltaf verið rosa hrifin af þessari hugmynd og notaði hana m.a. fyrst í meistaraverkefninu mínu á sínum tíma. Mér finnst notkun á tjöldum vannýtt en margir muna eftir úr æsku sinni að tjöld hafi verið sett fyrir skápa því ekki var allt keypt í einu þegar verið var að innrétta! Við notum tjöld mjög mikið fyrir skápa í bústaðnum okkar og ég myndi ekki vilja hafa það öðruvísi. Hins vegar þætti mér mjög gaman að geta innréttað rými þar sem mætti nota þessa hugmynd; að hafa síð tjöld til að skipta herbergi niður í smærri einingar. Þetta er hugmynd fyrir áhugasama til að velta fyrir sér. Lesa nánar fyrir allar myndirnar. 


06 September 2016

LJÓSBLEIKT / FÖLBLEIKT – VIRKILEGA TIL AÐ ÍHUGA

INNI I LITIR

Ljósbleikir eða fölbleikir tónar hafa sést meira en venjulega undanfarið. Gott mál, enda virkilega fallegir litir. Þeir eru í fötum, snyrtivörum, heimilisvörum og einnig veggmálningu. Ég nefndi það í síðasta pósti, um nýjasta litakortið frá Jötun, að þessir litir væru fyrir mér miklu meiri klassík en tískufyrirbrygði. Skoðið myndirnar sem fylgja þessari grein. Virkilega fallegur bakgrunnur. Grunnur sem má íhuga í stað þess að nota hvítt eða ljósbeige. Myndin að ofan sýnir þetta glöggt. Ef þessi húsgögn stæðu við hvítan eða ljósan vegg, tækju þau sig ekki eins sérstaklega út. En af því að liturinn er sem hann er, þá verða þau miklu meira spes. Ég tek það fram að hvítt getur verið einstaklega fallegt og lýst stíl og sérkennum fólks og gert rými alveg ótrúlegt. En í svo ótalmörgum tilfellum myndi það henta svo mörgum heimilum að hafa annan grunntón en hvítan! Lesið nánar til að skoða allar myndirnar.

05 September 2016

NÝIR LITIR TIL AÐ PRÓFA Á NÝRRI ÁRSTÍÐ

INNI I LITIRJötun málning er sú málning sem við höfum notað mjög mikið. Við hnutum svolítið um hana fyrir nokkrum árum fyrir hálfgerða tilvilviljun en höfum síðan ekki notað annað. Áferðin er sérlega falleg og hentar okkur og svo eru það litirnir sem koma einkar vel út. Sé rýnt í litinn sést hversu þéttur og fallegur hann er. Hjá Jötun er unnið gott starf þegar kemur að litakortum, vinnslu á litum og samtvinnun þeirra. Árlega er gefið út litakort og nú nýlega kom kortið fyrir árið 2017 út. Það sem að einkennir alltaf litakortin er að litirnir eru með virkilegt notagildi. Þetta eru litir sem henta heimilum sem og á öðrum stöðum. Kortið fyrir 2017 fer svolítið meira en venjulega út í víðan skala af brúntónum og jarðlitum sem eru hafðir dekkri en venjan hefur verið síðustu ár. Einnig sjást mjúkir og ljósir bleikir tónar, þeir sem hafa verið áberandi undanfarið í innanhúss- og fatahönnun. Litur sem mér finnst klassískur og fallegur til að nota heima. Fögnum litríkum veruleika! 

31 August 2016

HEIMILI FRÁ ÓLÍKUM SJÓNARHÓLI

INNI I HEIMSÓKN
Borðstofa sem segir okkur að þar er gaman að sitja og borða góðan mat í góðum hópi. Umhverfi sem bíður upp á afslappað andrúmsloft og leitar ekki að fullkomnun. Heillandi og fékk mig til að kíkja nánar á. Þá fann ég út að þetta er mynd af heimili sem ég hafði geymt hjá mér en virðist ekki vera í gegnum sama aðila. Fleiri myndir og ekki þær sömu. Þess vegna birti ég hér að neðan slóðirnar inn á báðar heimsóknirnar fyrir ykkur til að skoða nánar. Virkilega þess virði en um er að ræða franska „höll" sem gerð var að fjölskylduheimili. Lesið nánar fyrir slóðirnar. 
29 August 2016

IKEA – MEÐ ÖÐRUM AUGUM

INNI I GÓÐ HUGMYND
Ikea bæklingurinn er kominn fyrir árið 2016. Líklega vinsælasta lesefni þjóðarinnar. Ekki að undra. Hvar værum við án Ikea? Hafið þið velt því fyrir ykkur hvað Ikea-hugmyndin gjörbreytti aðgangi fólks að húsgögnum og aukahlutum fyrir heimilið? Það er alltaf gaman að fletta bæklingnum í fyrsta sinn, spá og spekúlera. En það sem mér finnst skemmtilegast er að fara í gegnum hann og pikka út hugmyndir sem mér finnst öðruvísi og gaman að benda fólki á að prófa eða hafa í huga. Hér er ég með sex myndir og hugmyndir sem standa uppúr þetta árið. 

Hugmynd eitt; hilla, án baks, sem sést í gegnum. Mjög létt og fyrirferðalítil. Staðsett fyrir framan glugga þannig að helmingur hennar stendur fyrir glugganum. Kemur flott út. Full af plöntum verður hún að hálfgerðu gróðurhúsi en þetta er hugmynd sem má nota á allt annan hátt. Þáttur í því að raða aðeins öðruvísi upp í stofunni og brjóta hið fasta form. Lesa nánar til að sjá hinar fimm hugmyndirnar. 27 August 2016

NOTHÆF HELGARHUGMYND

INNI I GÓÐ HUGMYND
Margir nota helgarnar til að stússa eitthvað heima við. Þrífa, taka til, breyta og bæta. Þess vegna ætla ég reglulega að gefa ykkur helgarhugmyndir sem mér finnst skemmtilegar, einfaldar, fljótlegar og framkvæmanlegar án of mikillar fyrirhafnar. Sú fyrsta er hér; rúmgafl. Það eru mjög margir sem spyrja mig um rúm og rúmgafla almennt. Þessi hugmynd finnst mér alveg virkilega flott, fersk og einföld. Þarna má annað hvort nota gamlan rúmgafl og setja yfir hann fallegt efni eða teppi. En eins má helgja upp gardínustöng og setja efnið yfir. Hvítt er þetta ferska og hreinlega en að sjálfsögðu koma aðrir litir vel út líka. Einnig falleg teppi. Hugmynd í safnið! Myndin er frá Ikea/Livet Hemma. 
25 August 2016

ELDHÚSHUGMYND Í BÚSTAÐINN

INNI I BÚSTAÐIR
Ein krúttleg hugmynd að flottu eldhúsi í bústaðinn. Smá púsluspilshugmynd sem skilar sér í kósý eldhúsi sem kallar á mann að brasa eitthvað gott! Hugsum út fyrir boxið og notum einingar sem skila sér í eldhúsi sem er persónulegt og öðruvísi!23 August 2016

HEIMILI OG ÝMSAR HUGMYNDIR

INNI I HEIMSÓKN
Þessi grein er blanda af því að vera heimsókn í fullri lengd og sagan sögð. Myndin hér að ofan er eins af þeim myndum sem ég hef fallið fyrir. Hví? Jú, af því að ég elska að hafa þetta rúm, eða bekk, í borðstofunni. Hvað er meira kósý og kallar á mann? Þá er heillandi almenn umgjörð, bland á dóti og litir. ÝTIÐ HÉR til að sjá alla heimsóknina og fá frekari upplýsingar. 
Pin It button on image hover
Related Posts Plugin for WordPress, Blogger...